fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Ferðir fyrir alla í vetur

Kynning

Ferðafélagið Útivist býður upp á ýmiss konar útivistarferðir

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gönguferðir er hægt að stunda allt árið um kring og tekur vetrardagskrá Útivistar mið af því. Dagsferðir eru á dagskrá félagsins allt árið, en yfir háveturinn er gjarnan gengið á láglendi frekar en að fara til fjalla.

Raðgöngur í átta áföngum

„Núna eru á dagskrá félagsins raðgöngur frá Reykjavík og inn í botn Hvalfjarðar,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar. Vegalengdin er farin í átta áföngum og byrjaði gangan í Reykjavík um miðjan janúar. „Leiðin liggur skammt frá alfaraleið, meðfram strandlínunni, frá Reykjavík að Hvalfjarðarbotni, en það er talsverður munur á því að aka um veg og horfa yfir strandlínuna og að ganga og upplifa öll hin smáu atriði sem ber fyrir augu göngumannsins,“ segir Skúli. Raðgöngum lýkur í lok apríl. Næsti áfangi hefst á Mógilsá og er gengið að Grundarhverfi á Kjalarnesi. Farið verður sunnudaginn 12. febrúar og er öllum velkomið að skrá sig og taka þátt.

Horft yfir Hvalfjörð. Mynd Guðrún Hreinsdóttir.
Horft yfir Hvalfjörð. Mynd Guðrún Hreinsdóttir.

Saga landnámskvenna

Um það leyti sem raðgöngunum lýkur hefjast þemagöngur þar sem farið er um lönd landnámskvenna og saga þeirra rifjuð upp. Þannig er fléttað saman hollri útivist og fróðleik.

Gönguskíðaferðir

Útivist býður jafnan upp á ferðir á gönguskíðum, en eðli málsins samkvæmt eru þær ferðir háðar snjóalögum. Því eru gönguskíðaferðir í nágrenni borgarinnar gjarnan settar á dagskrá með stuttum fyrirvara og er því áhugasömum bent á að fylgjast vel með vefsíðu félagsins; utivist.is eða tengja sig við Facebook-síðu Útivistar.

Strandir

Þó ekki sé hægt að reiða sig á snjóalög í nágrenni borgarinnar má finna svæði á landinu þar sem yfirleitt er hægt að ganga að þokkalegu skíðafæri. Þess vegna hefur Útivist gjarnan sett á dagskrá skíðaferðir á Strandir. Í ár verður gengið á skíðum um 30 kílómetra leið yfir Trékyllisheiði til Norðurfjarðar á Ströndum og gist þar í tvær nætur. Laugardagurinn verður nýttur til skíðaferða í nágrenni Norðurfjarðar og skíðað í sund á Krossanesi. Á sunnudag verður skíðað aftur í Bjarnarfjörð og ekið heim á leið.

Landmannalaugar og gönguferð frá Gjábakkavegi að Kerlingu

Í apríl er svo gert ráð fyrir að fara í Landmannalaugar á gönguskíðum. Sú ferð er í samvinnu við jeppadeild Útivistar, en jeppar taka þá farangur fyrir gönguskíðafólk. Loks má nefna að í lok febrúar er í boði skíðagönguferð frá Gjábakkavegi að skálanum Kerlingu þar sem gist verður í eina nótt. „Þetta er frekar auðveld ferð og því tilvalin fyrir þá sem eru að byrja að stunda gönguskíði utan brauta,“ segir Skúli.

Á Vatnajökli. Mynd Jón Viðar Guðjónsson.
Á Vatnajökli. Mynd Jón Viðar Guðjónsson.

Jeppaferð yfir Langjökul

Jeppadeild Útivistar hefur verið starfrækt um árabil og yfir vetrartíman er mikið í boði fyrir jeppaeigendur sem eru búnir til vetrarferða um hálendið. Í þessum ferðum er gerð krafa um að bílar séu á að minnsta kosti 38 tommu dekkjum og með þann búnað sem nauðsynlegur er í ferðir sem þessar. Um miðjan febrúar er á dagskrá ferð yfir Langjökul á Hveravelli þar sem er gist í eina nótt. Þessi leið er sívinsæl og býður upp á allt það sem góð jeppaferð getur boðið upp á.

Margt að gerast í mars

Í mars er svo stefnt á að fara á Mýrdalsjökul og í skála Útivistar á Fimmvörðuhálsi. „Skálinn er staðsettur á efsta hrygg á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls og stórkostlegur staður að heimsækja að vetri,“ segir Skúli. Þá eru í boði tvær spennandi ferðir um undraveröldina að Fjallabaki. Rúsínan í pylsuendanum er svo fjögurra daga ferð í apríl um Vatnajökul.

Ferðaáætlun Útivistar 2017 er komin út og hægt er að skoða hana sem vefrit. Hlekkinn er að finna á vefsíðu Útivistar. Einnig er áætlunin fáanleg á skrifstofu Útivistar í prentvænu formi.

Ferðafélagið Útivist er til húsa að Laugavegi 178, 105 Reykjavík.
Opið alla virka daga kl. 12–17.
Sími: 562-1000
Tölvupóstfang: utivist@utivist.is
Nánari upplýsingar um ferðir Útivistar er að finna á vefsíðunni og Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“