fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Dúnmjúku pylsuhornin sem bjarga páskunum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. apríl 2019 13:00

Unaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er lítið annað að gera um páskana en að slappa af, hreyfa sig í náttúrunni og gera vel við sig í mat og drykk. Hér er einföld uppskrift að dúnmjúkum pylsuhornum sem gera páskana miklu betri.

Dúnmjúk pylsuhorn

Hráefni:

1 pakki þurrger
1 1/4 bolli volgt vatn
2-3 msk. sykur
50 g brætt smjör
3-4 bollar hveiti
1 1/2 tsk. salt
10 pylsur
sætt eða sterkt sinnep
1 egg
1 msk. mjólk
sesamfræ

Þessi eru góð.

Aðferð:

Byrjið á að blanda geri, vatni og sykri saman og leyfið því að standa í 5-10 mínútur, eða þar til blandan byrjar að freyða. Bætið síðan smjöri og hveiti vel saman við, sem og saltinu. Hnoðið deigið vel og skellið því síðan í skál. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í um klukkutíma. Hitið ofninn í 200°C og setjið smjörpappír á ofnplötur. Skiptið deiginu í 4-5 búta og fletjið hvern bút út í hring. Skerið hvern hring í 8 parta með pítsaskera þannig að 8 þríhyrningar myndist. Smyrjið hvern þríhyrning með sinnepi. Skerið pylsurnar í hæfilega stóra bita og setjið einn bita á hvern þríhyrning. Rúllið þríhyrningunum upp, byrjið frá breiða endanum, og brettið síðan aðeins upp á endana þannig að bitarnir líkist hornum. Raðið á ofnplötu. Blandið saman eggi og mjólk og penslið hornin með blöndunni. Stráið síðan sesamfræjum yfir. Setjið viskastykki yfir hornin og leyfið þeim aðeins að hvíla í um 10-15 mínútur. Skellið þeim síðan inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu