Hljómsveitin Hatari tók upp kynningarmyndband sitt, eða póstkort, fyrir Eurovision-keppnina um helgina, en keppnin fer fram í maí í Tel Aviv í Ísrael.
Fatahönnuðurinn Mor Bell vinnur við gerð póstkortanna í keppninni og leyfði fylgjendum sínum að sjá aðeins hvernig póstkort Hatara mun líta út.
Eins og sést í Instagram sögu Mor Bell eru Hatara-liðar umkringdir fólki í hvítum fötum með leðurólar og þeir sjálfir komnir í nýja búninga. Það er þó ekki fyrrnefnd Mor Bell sem á heiðurinn af búningunum heldur voru það meðlimir Hatara, Karen Briem og Andri Unnarsson sem hönnuðu og gerðu búningana, sem fluttir voru frá Íslandi til Ísrael til að taka upp póstkortið.
Þá tekur her Hatara dansinn fræga:
[videopress oYrlciNE]
Dansinn má einnig sjá á mínútu 3.18 í myndbandinu hér fyrir neðan:
Hér má svo sjá annað myndband sem tekið er upp á tökustað:
https://www.youtube.com/watch?v=qRa1ebK591w&fbclid=IwAR1A0skQB4SS2-fbo3uYWji4WDtI6A4o5YPQjGgSGrnk5lTQ1nkH8Hz8Gdk