fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Pressan

Heimilislaus maður sem bjó í bílastæðahúsi vakti athygli ókunnugra – Viðbrögðin voru ótrúleg

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tony Lavell, 28 ára gamall karlmaður frá Englandi, hafði lent á götunni og hreiðrar um sig í bílastæðahúsi þegar ókunnug kona, Sherry Ann Lea Davies, ákvað að gera eitthvað í málinu. Hún kom af stað hópfjármögnun sem gerði Tony kleift að yfirgefa lífið á götunni og byrja að vinna.

Tony ólst upp á barnaheimili þar sem var illa komið fram við hann og hann lagður í einelti. Eftir barnaheimilið komu félagsmálayfirvöld honum fyrir á hostelum þar sem hann þurfti að umgangast alkóhólista og fíkla.

Honum tókst þrátt fyrir það að sinna ýmsum störfum og starfaði meðal annars við teppa- og þaklagnir og sem afgreiðslumaður í verslun. Loksins tókst honum að koma sér á leigumarkaðinn og allt virtist ganga vel.

Svo lenti honum upp á kant við leigusalann með þeim afleiðingum að hann endaði á götunni.

Hann kemur frá bænum Halesowen í Englandi og í íbúahópi á Facebook spratt upp umræða um stöðu hans.

Það var í gegnum þann hóp sem Sherry Ann komst í kynni við Tony.

„Ég fylgdist með sögunni hans á Facebook og fór svo og talaði við hann þarna í bílastæðahúsinu. Síðan heyrði ég að honum hefði boðist vinna en vantaði húsnæði til að geta þegið hana. Ég hugsaði nú bara að það væri fáránlegt að það eina sem skorti væri húsnæði svo ég kom af stað hópfjármögnun til að safna pening fyrir tryggingu og því sem þyrfti til að hann gæti farið að leigja.“

Fjáröflunin lukkaðist heldur betur vel. Upphaflegt markmið var 1.500 pund en ríflega 2.000 pund hafa safnast. Tony leitar nú að leiguhúsnæði en dvelur á meðan á hótelherbergi. Hann byrjaði í nýju vinnunni 2. apríl og stendur sig, samkvæmt yfirmönnum hans, mjög vel.

Tony segir að Sherry Ann sé „dásamleg kona með hjarta úr gulli“ og finnast alveg ótrúlegt af henni að hafa lagt ókunnugum manni lið með þessum hætti.

Sherry Ann er líka þakklát fólkinu í Halesowen og segir að viðbrögðin við hópfjármögnuninni hafi verið langt fram úr væntingum.

„Þetta er bara alveg ótrúlegt“

 

Frétt The Metro

 

Tony er kominn með vinnu og er ekki lengur heimilislaus
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum

Elon Musk sagður tryggja eigin hagsmuni um leið og hann sker niður hjá öðrum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla

Kínverskur maður tekinn af lífi fyrir morð nærri japönskum skóla