fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024

Tíu leiðir Heiðrúnar Grétu til að finna eigin hamingju

Heiðrún Gréta
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðrún Gréta er nýr penni hjá Bleikt. Heiðrún er tveggja barna móðir og eiginkona. Hún er með jaðarpersónuleikaröskun og skrifar mikið út frá því. Heiðrún hefur áhuga á öllu sem staðlar að því að læra að elska sjálfa sig og finna það sem veitir henni gleði. Við gefum henni orðið.


Við óskum okkur öll hamingju, en þurfum oft mismunandi leiðir til þess að nálgast hana. Hamingjan getur oft virst vera í órafjarlægð og oft sýnist engin leið vera nægilega góð til þess að nálgast hana.

Hér eru 10 góðar leiðir til þess að búa til sína eigin hamingju.

1. Umkringdu þig fólki sem kætir þig og fær þig til að brosa. Það er staðreynd að hamingjan smitar út frá sér.
2. Haltu í það sem gerir þig að þeirri persónu sem þú ert. Þegar þú samþykkir þig sem persónu því hamingjusamari verður þú.
3. Horfðu á það jákvæða í lífinu. Við vitum öll að það getur verið erfitt að líta framhjá neikvæðu orkunni sem sveimar oft í kringum okkur. Reyndu að hleypa því góða inn. Sama hversu lítið það virðist vera.
4. Notaðu ímyndunaraflið. Ekki vera hrædd við að láta þig dreyma. Margir hræðast draumana sína vegna þess að þeir vilja ekki verða fyrir vonbrigðum. En sannleikurinn er sá að ef að þig dreymir hlutina, þá eru meiri líkur á að þeir gerist.
5. Gerðu hluti sem þér þykir skemmtilegir. Gefðu þér tíma til þess að lesa góða bók, fara í göngutúr, langan bíltúr eða dansa við uppáhalds lagið þitt.
6. Finndu þinn tilgang í lífinu. Flestir óska þess að vera partur af einhverju stærra og betra eins og að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.
7. Hlustaðu á innsæi þitt. Þú þekkir þig best. Það getur enginn annar sagt þér hver þú ert eða átt að vera.
8. Stígðu út fyrir þægindarammann þinn. Þú hefur kraftinn til þess að vera sú sem þú vilt.
9. Vertu opin fyrir breytingum. Prófaðu nýja hluti. Breytingar eru stöðugar og hjálpa manni að þróast í þá átt sem manni er ætlað að fara.
10. Taktu eftir einföldu hlutunum. Sólríkum dögum, stjörnurbjörtum himni og góðri tónlist.

Hamingjan er handan við hornið. Ef þú lærir á sjálfa þig þá sérðu hver besta leiðin er fyrir þig til þess að finna þína eigin hamingju.

Þú getur fylgst með Heiðrúnu Grétu á:
Snapchat: @heibbaleibba
Instagram: @heidrun.greta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einn af fáum sem hefur náð til Haaland? – ,,Áttaði sig á að hann myndi eiga erfiðan leik“

Einn af fáum sem hefur náð til Haaland? – ,,Áttaði sig á að hann myndi eiga erfiðan leik“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Starfsmaður veitingastaðar ber einn ábyrgð á líkamsárás á drukkinn gest

Starfsmaður veitingastaðar ber einn ábyrgð á líkamsárás á drukkinn gest
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Barcelona búið að finna sér markvörð sem félagið vill til framtíðar

Barcelona búið að finna sér markvörð sem félagið vill til framtíðar
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Konur flykkjast á Vitringana 3 – „Út með mennina í desember”

Konur flykkjast á Vitringana 3 – „Út með mennina í desember”
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Borgar með sér til að spila fótbolta í atvinnumennsku

Borgar með sér til að spila fótbolta í atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður Arsenal gómaður við að reyna við konu á föstu – Kærastinn var reiður og tók málin í sínar hendur

Leikmaður Arsenal gómaður við að reyna við konu á föstu – Kærastinn var reiður og tók málin í sínar hendur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Birkir Heimisson á leið aftur í Val – Var seldur til Þórs í vor en fer aftur á Hlíðarenda

Birkir Heimisson á leið aftur í Val – Var seldur til Þórs í vor en fer aftur á Hlíðarenda
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rannsókn á símastulds- og byrlunarmálinu hætt

Rannsókn á símastulds- og byrlunarmálinu hætt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.