fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Björgvin Guðmundsson er látinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Guðmundsson lést á heimili sínu í gær. Hann var 86 ára. Björgvin starfaði um lengi sem blaðamaður en síðar tók hann þátt í stjórnmálum. Hann var borgarfulltrúi og borgarráðsmaður fyrir Alþýðuflokkinn í tólf  ár. Á seinni árum ritaði hann fjölda þjóðmálagreina sem birtust í fjölmiðlum. Hin síðari ár beitti hann sér í ríkum mæli fyrir bættum kjörum aldraðra.

Sjálfur tók Björgvin saman æviágrip sín á heimasíðu sinni. „Björgvin Guðmundsson er fæddur 13. september 1932 í Reykjavík. Varð stúdent frá MR 1953, viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1958, blaðamaður og fréttaritstjóri við Alþýðublaðið og Vísi um 11 ára skeið, umsjónarmaður Efst á baugi í ríkisútvarpinu í 10 ár, forstjóri BÚR í 2 ár, framkvæmdastjóri  Íslensks nýfisks í 9 ár, starfsmaður stjórnarráðsins í 28 ár, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Borgarfulltrúi og borgarráðsmaður fyrir Alþýðuflokkinn í 12 ár. Formaður borgarráðs í 1 ár,“ segir þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna