Við á matarvefnum elskum einfaldar uppskriftir og fundum eina slíka á vefsíðunni Chocolate Covered Katie. Um er að ræða smákökur sem eru vegan, en hráefnin eru ósköp venjuleg og til á mörgum heimilum.
Hráefni:
1 bolli hveiti
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
¼ bolli sykur
¼ bolli púðursykur
1/3 bolli Vegan súkkulaði (til dæmis suðusúkkulaði), saxað
2 msk. jurtamjólk
2 msk. olía
¼ tsk. vanilludropar
Aðferð:
Blandið öllum þurrefnum saman í skál og blandið síðan blautefnunum saman við. Deigið verður þurrt í fyrstu en haldið áfram að hræra þar til deigið verður aðeins blautara. Hægt er að bæta 1 til 2 matskeiðum af mjólk við til viðbótar ef ykkur finnst deigið of þurrt. Blandið súkkulaðibitunum varlega saman við með sleif eða sleikju, klæðið deigið í plastfilmu og kælið í tvo klukkutíma eða frystið í hálftíma. Hitið ofninn í 160°C. Búið til kúlur úr deiginu og raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið í 11 mínútur og leyfið kökunum að kólna í 10 mínútur án þess að hreyfa við þeim.