fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dularfullur ofursveppur dreifist um heiminn og verður fólki að bana – Ekki vitað hvernig er hægt að stöðva hann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 06:52

Sveppurinn étur hold.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa eflaust heyrt um ofurbakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Slíkar bakteríur verða tugum þúsunda manna að bana árlega, í Bandaríkjunum einum er talið að þær bani um 23.000 manns árlega. En það eru ekki bara ofurbakteríur sem eru hættulegar heilsu okkar og dreifa sér um heiminn. Við þurfum einnig að hafa áhyggjur af sveppasýkingum, ofursveppum, sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum.

Banvænn ofursveppur, sem nefnist Candida auris (C. auris), dreifir sér nú um heiminn. Mikil ógn stafar af honum að mati bandarísku smitsjúkdómamiðstöðvarinnar. Science Alert skýrir frá þessu.

Sveppurinn fannst fyrst árið 2009 og þá í eyra sjúklings í Japan. Síðan þá hefur hann borist til Bandaríkjanna og margra annarra ríkja. Þar á meðal Kólumbíu, Indlands, Bretlands og Suður-Kóreu.

Í Bandaríkjunum voru fyrstu tilfelli hans skráð í ágúst 2016 en þá greindust sjö slík tilfelli. Í maí 2017 var tilkynnt um 77 smit af völdum sveppsins í New York, New Jersey, Indiana, Maryland, Massachusetts og Oklahoma. Rannsóknir leiddu í ljós að 45 til viðbótar höfðu smitast af honum.

Fólk sem er með lélegt ónæmiskerfi er í meiri hættu á að smitast af sveppnum en aðrir. Yfirleitt berst hann í fólk með lélegt ónæmiskerfi þegar það er á sjúkrahúsum eða glímir við alvarleg veikindi. Faraldrar hafa brotist út á sjúkrahúsum víða um heim. Í Bretlandi varð að loka gjörgæsludeild eftir að 72 sjúklingar smituðust af C. auris. Á Spáni greindust 372 sjúklingar á einu sjúkrahúsi með sveppinn. 41 prósent þeirra létust innan 30 daga frá greiningu.

C. auris veldur sérfræðingum miklum áhyggjum því ekki er hægt að sigra hann með þeim lyfjum sem nú eru til. Hann getur auk þess lifað á yfirborðsflötum á borð við veggi eða húsgögn vikum saman.

Það sama á við um C.auris og ofurbakteríur, fólk sem smitast af þeim er í mikilli hættu á að deyja þar sem engin þekkt lyf vinna á þeim. Það eykur enn á vandann að flestir þeir sem bera ofurbakteríur eða ofursveppi í sér sýna engin einkenni um smit og smita því óafvitandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin