fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Frá Messi á Hlíðarenda: Hannes skrifaði undir hjá Val

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson hefur skrifað undir samning við Val. Þetta var gert á fréttamannafundi á Hlíðarenda rétt í þessu.

Samningur Hannesar gildir til 2022, ljóst er að um mikinn hvalreka er að ræða fyrir Val.

Hannes verður 35 ára gamall síðar í þessum mánuði, markvörðurinn er sá besti sem Ísland á í dag.

Hannes hefur varið mark landsiðsins af stakri snilld en langt er síðan að ljóst var, að hann myndi skrifa undir hjá Val.

Hannes rifti samningi sínum við Qarabag í Aserbaídsjan fyrir helgi, hann kom svo til Íslands um helgina og kláraði samning við Val.

Hannes lék með KR áður en hann hélt í atvinnumennsku árð 2013. Á sex árum hefur hann spilað í Noregi, Hollandi, Danmörku og svo Aserbaídsjan. Hann gekk í raðir Qarabag síðasta sumar en dvöl hans þar, heppnaðist ekki.

Hannes hefur spilað 59 landsleiki fyrir Ísland. Fyrir er Valur með Anton Ara Einarsson, einn besta markvörð deildarinnar.

Hannes öðlaðist heimsfrægð síðasta sumar þegar hann varð vítaspyrnu, frá Lionel Messi einum besta knattspyrnumanni sögunnar. Atvikið átti sér stað á HM í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vlahovic orðaður við England

Vlahovic orðaður við England
433Sport
Í gær

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð

Chelsea tryggir sér leikmann fyrir næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“