fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Skulda Slayer enga peninga: „Secret Solstice átti í góðum samskiptum við Slayer“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Nýir rekstraraðilar tónlistarhátíðarinnar Secret Sostice neita því að skulda hljómsveitinni Slayer pening eins og haldið hefur verið fram undanfarna daga. Rétt sé að umboðsmaður sveitarinnar hafi borið fram reikninga sem hafi verið hafnað en framkomulaun hljómsveitarinnar hafi að fullu verið greidd. Tíu milljón króna skuld fyrra rekstrarfélagsins hátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Víkings Heiðars Arnórssonar, framkvæmdarstjóra Secret Solstice.

„Vegna fjölmiðlaumfjöllunar síðustu daga er rétt að eftirfarandi komi fram. Tíu milljón króna skuld fyrra rekstrarfélags Secret Solstice, sem ágreiningur er um, kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár.“

Í yfirlýsingunni er sagt að það sé best að borgin svari nánar um ágreiningsefnið, en um sé að ræða bakreikning.

„Þá er ennfremur rétt að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, skýri frá mikilvægi hátíðarinnar fyrir borgina í þessu samhengi en efnahagslegt fótspor hátíðarinnar er um 1500 milljónir á ári og um 8 milljarðar í heildina. Reykjavíkurborg hefur hins vegar leitað til núverandi rekstraraðila vegna skuldar fyrri rekstraraðila í leit að lausn.“

Um ásakanir um skuld hátíðarinnar við hljómsveitina Slayer þá þvertekur Víkingur fyrir það.

„Umboðsmaður hljómsveitarinnar K2 Agency hefur borið fram reikninga sem fyrri rekstraraðila hátíðarinnar hefur hafnað. Secret Solstice átti í góðum samskiptum við Slayer síðast og hefur gert upp framkomulaun (artist fee) hljómsveitarinnar.“
„Hvorki tónlistarmenn né starfsmenn hafa stefnt hátíðinni vegna vangoldinna launa fyrri hátíða.“

Secret Solstice hátíðin mun eftir sem áður vera haldin í sumar. Búið er að bóka erlenda tónlistarmenn, semja við hljómsveitirnar og greiða staðfestingagjöld.

„Hátíðin verður haldin hvort sem Reykjavíkurborg styður við hana eða ekki og verður stærsta og flottasta hátíðin hingað til enda á eftir tilkynna síðustu listamennina sem gefur drauma tónlistarhátíð sem hefur eitthvað fyrir alla aldurshópa.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Í gær

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“

Forviða ferðamaður þegar vél EasyJet flaug yfir eldgosið – „Lífið mitt hefur náð hámarki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“