fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Manstu eftir þeim úr Friends?

Brad Pitt, George Clooney og Charlie Sheen léku allir í þáttunum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísku gamanþættirnir Friends nutu gríðarlegra vinsælda á þeim tíu árum sem þeir voru sýndir. Áhrifin sem þættirnir höfðu voru mikil og eru þeir að margra mati á meðal bestu gamanþátta sögunnar.

Alls voru 236 þættir sýndir á árunum 1994 til 2004 og eins og gengur og gerist komu fjölmargir gestaleikarar fram í þáttunum, en aðalhlutverkin voru að sjálfsögðu í höndum Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisu Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer. Margir aðrir, misfrægir leikarar birtust í gestahlutverkum í þáttunum.

Brad Pitt

Pitt er líklega einn þekktasti aukaleikarinn sem kom fram í Friends. Pitt var sem kunnugt er kvæntur Jennifer Aniston og þau voru enn hjón þegar hann lék í þáttunum. Pitt lék hlutverk ungs manns sem var forseti I Hate Rachel Green-klúbbsins í menntaskóla, en Aniston lék sem kunnugt er Rachel.


Leah Remini

Leikkonan sem síðar sló í gegn í King of Queens reyndi að landa hlutverki Monicu í þáttunum, en það féll í skaut Courteney Cox. Í staðinn lék Leah lítið aukahlutverk í fyrstu seríunni þar sem hún sést fæða barn með dyggri aðstoð Joey.


Charlie Sheen

Charlie Sheen var nokkuð þekktur þegar hann kom fram í 2. seríunni. Þar lék Sheen bandarískan hermann sem var æskuást Phoebe.


Danny DeVito

Danny DeVito kom fram í 10 seríunni og lék þar hlutverk strippara í gæsapartíi Phoebe. Óhætt er að segja að stripparinn hafi valdið Phoebe nokkrum vonbrigðum.


Susan Sarandon

Stórleikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Susan Sarandon lék lítið hlutverk í þætti í 7. þáttaröðinni. Þar fer hún með hlutverk leikara í sápuóperu sem Joey leikur einnig í.


Hugh Laurie

Breski leikarinn Hugh Laurie, sem síðar gerði garðinn frægan sem dr. Gregory House í þáttunum House, kom fram í fjórðu þáttaröðinni. Laurie var þá sessunautur Rachel um borð í flugvél.


Reese Witherspoon

Reese Witherspoon kom fram í tveimur Friends-þáttum þar sem hún lék hlutverk systur Rachel. Um var að ræða þætti 13 og 14 í sjöttu þáttaröðinni.


Christina Applegate

Þessi frábæra leikkona kom fram í tveimur þáttaröðum í 9. og 10. seríunni þar sem hún lék hina systur Rachel.


Anna Faris

Anna leikur í nokkrum þáttum í 10 og síðustu þáttaröðinni. Þar fer hún með hlutverk konunnar sem fæddi tvíburana sem Chandler og Monica ættleiddu.


Paul Rudd

Aðdáendur Friends muna eflaust ágætlega eftir gamanleikaranum góðkunna Paul Rudd úr þáttunum. Rudd kom fram í fjölmörgum þáttum í 9. þáttaröðinni þar sem hann lék eiginmann Phoebe. Alls lék Rudd í 18 þáttum.


Robin Williams og Billy Crystal

Þessir frábæru gamanleikarar komu stuttlega fram í einum þætti í þriðju seríunni. Þar léku þeir Billy og Robin viðskiptavini Central Perk-kaffihússins. Gengu þeir undir nafninu Tim og Thomas.


Julia Roberts

Julia Roberts kom fram í einum þætti í annarri þáttaröðinni. Þar lék hún æskuvinkonu Chandlers og fór á stefnumót með honum í þættinum.


Jean-Claude Van Damme

Hasarmyndakappinn lék sjálfan sig í sama þætti í sömu seríu og Julia Roberts kom fram í.


Sean Penn

Óskarsverðlaunaleikarinn lék í tveimur þáttum í áttundu þáttaröðinni. Þar skartaði Penn forláta yfirvaraskeggi þegar hann lék unnustu tvíburasystur Phoebe.


Bruce Willis

Ross fer á stefnumót með ungri stúlku í þremur þáttum í sjöttu þáttaröðinni. Enginn annar en Bruce Willis lék föður stúlkunnar.


Ben Stiller

Ben Stiller kom fram í Friends fyrir margt löngu en hann lék í einum þætti í þriðju þáttaröðinni. Þar fór hann með hlutverk skapvonds kærasta Rachel.


George Clooney

George Clooney og Noah Wyle fóru með lítil hlutverk í fyrstu þáttaröðinni þar sem þeir léku hlutverk lækna. Báðir höfðu þeir slegið í gegn í þáttunum ER.


Jason Alexander

Jason er best þekktur fyrir leik sinn í þáttunum Seinfeld þar sem hann lék hin seinheppna George. Alexander lék hlutverk manns í sjálfsvígshugleiðingum í þætti í sjöundu þáttaröð Friends.


Alec Baldwin

Phoebe átti marga eftirminnilega kærasta í þáttunum og einn þeirra var leikinn af sjálfum Alec Baldwin.


Richard Branson

Breski auðkýfingurinn hefur komið víða við og hann lék hlutverk götusala í einum þætti í fjórðu þáttaröðinni.


Fleiri leikarar sem léku í Friends:

Helen Hunt
David Arquette
Winona Ryder
Aisha Tyler
Craig Robinson
Gary Oldman
Dakota Fanning
Selma Blair
Jeff Goldblum
Denise Richards
Elle Macpherson
Jim Rash
Ellen Pompeo
Adam Goldberg
Kristin Davis
Hank Azaria
Jon Favreau
Steve Zahn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“