fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Playboyfyrirsætan sem ógnar framtíð og heilbrigði heimsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 06:56

Jenny McCarthy. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru kannski ekki margir sem muna eftir Playboyfyrirsætunni Jenny McCarthy eða leik hennar í kvikmyndum á borð við Scary Movie 3 eða Scream 3. Hún var einnig eitt sinn unnusta hins heimsfræga leikara Jim Carrey. En kannski verður hennar minnst sem konunnar sem átti sinn þátt í að heimsfaraldur braust út og varð milljónum manna að bana.

„Já, þegar það gerist þá verðum við endilega að muna að þakka Jenny McCarthy.“

Skrifaði bandaríski vísindablaðamaðurinn James Poniewozik nýlega í hæðnistón í grein í Time Magazine og bætti við:

„McCarthy er hættuleg því margir hlusta á hana.“

Mestu hætturnar sem steðja að heiminum

Í byrjun mars birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO árlegan lista yfir tíu stærstu ógnirnar sem steðja að jörðinni. Á þessum lista er meðal annars að finna hinn hræðilega sjúkdóm ebólu og hnattræn hlýnun á einnig sæti á listanum.

En þar er einnig að finna svolítið sem er nefnt „Vaccine hestiancy“ (efasemdir um bólusetningar). Þessar efasemdir um bólusetningar við allt frá mislingum til bólusóttar vöknuðu á síðustu öld. Frekar rólegt var yfir þessum efasemdum fyrst upp úr aldamótum og virtist sem almenn skynsemi og vísindin hefðu sigrað og næstum hefði tekist að útrýma mörgum lífshættulegum sjúkdómum.

En þá birtist Jenny McCarthy á sjónarsviðinu, auk fleiri, og blés glæðum í efasemdirnar um gagnsemi bólusetninga og mikil og heit umræða fór af stað víða um heim. Í grein sinni segir Poniewozik að þessi umræða ýti undir og dreifi „fáfræði og ónauðsynlegum ótta“.

„Jenny McCarthy hefur á óbeinan hátt valdið sjúkdómum og dauða um allan heim. Hún er ein mest áberandi manneskjan í þessari nýju villuleiðandi bylgju gegn bólusetningum.“

Segir Katrina van den Heuvel sem er ritstjóri The Nation og meðlimur í hinni áhrifamiklu hugveitu Council on Foreign Relations.

Umdeild bók

Árið 2007 gaf McCarthy, sem var þá unnusta Jim Carrey, út bókina „Louder Than Words“. Í henni hélt hún því fram að hún hefði læknað son sinn af einhverfu sem hún sagði að bólusetningar hefðu valdið.

Hún kom fram í spjallþætti Oprah Winfrey, sem var þá vinsælasti spjallþátturinn í bandarísku sjónvarpi, þar sem hún hélt þessu fram og breiddi út boðskap sinn.

The Washington Post segir að eftir þetta hafi frægt fólk á borð við Larry King, Robert Kennedy Jr. og Robert De Niro einnig borið út orðróm um meint tengsl bólusetninga og einhverfu og annarra sjúkdóma. Ítrekað hefur verið sýnt fram á með vísindalegum rannsóknum að slík tengsl eru ekki til og eru aðeins hugarburður.

Jenny McCarthy og Jim Carrey á árum áður.

Robert De Niro, Robert Kennedy Jr. og Oprah Winfrey hafa síðan dregið staðhæfingar sínar um slík tengsl til baka en það er of seint, skaðinn er skeður.

„Fólk trúir átrúnaðargoðum sínum og þess vegna getur það verið örlagaríkt þegar manneskja eins og Jenny McCarthy blandar sér í svona mikilvæga umræðu svona illa upplýst.“

Segir Katrina van den Heuvel.

Á síðustu 10 árum hefur mislingatilfellum fjölgað um 30 prósent á heimsvísu en það eru fleiri sjúkdómar en mislingar sem málið snýst um. Í nýlegri skýrslu frá WHO segir meðal annars:

„Læknar og hjúkrunarfræðingar um allan heim segja að bæði sjúklingar og foreldrar hiki við að fá hpv-bólusetningar. Hún verndar sjúklinginn gegn leghálskrabbameini. Án þessarar verndar er hætta á að grafið sé undan öllum þeim framförum sem við höfum náð á undanförnum árum.“

„Bólusetningar eru áhrifaríkasta leiðin til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Eins og staðan er í dag komum við í veg fyrir þrjár milljónir dauðsfalla árlega, þökk sé bólusetningum. Hægt væri að koma í veg fyrir hálfa milljón dauðsfalla til viðbótar ef bólusetningum á heimsvísu fjölgar.“

Aðalpersónan hefur hægt um sig

Jenny McCarthy er nú um stundir dómari í tónlistarþáttunum „The Masked Singer.

Fyrir nokkrum árum var hún kynnt til sögunnar sem nýr stjórnandi í spjallþættinum „The View“. Það vakti strax mikil og hörð viðbrögð.

„Það er hættuleg hugmynd að kona eins og Jenny McCarthy sé sett í framvarðarsveit þáttar sem nær eingöngu konur horfa á. McCarthy má hafa þær skoðanir sem hún vill. En vísindin hafa fyrir löngu síðan staðfest að engin tengsl eru á milli einhverfu og bólusetninga.“

Skrifaði Michael Specter meðal annars í The New Yorker.

McCarthy, sem er gift poppsöngvaranum og leikaranum Donnie Wahlberg (sem er bróðir leikarans Mark Wahlberg) tjáir sig sjaldan um persónulegar skoðanir sínar og óvísindalega sannfæringu sína um bólusetningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann