fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Sara Rún réði sér ekki þegar nýr þátttakandi var kynntur til leiks í Ex on the Beach – „Ég er svo blaut“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 07:02

Sara Rún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir sýningar á raunveruleikaþáttaröðinni Ex on the Beach í Danmörku. Meðal þátttakenda er íslensk kona Sara Rún Ísafold. Þættirnir snúast í stuttu máli um að ungt fólk dvelur á sólarströnd þar sem allt flýtur í áfengi. Síðan eru fyrrum unnustar og unnustur fengnir til að koma á svæðið í þeirri von að þá fari allt í bál og brand. Auk þess standa vonir þáttagerðarmanna og væntanlega áhorfenda til að eitthvað af unga fólkinu dragi sig saman og stundi helst kynlíf fyrir framan upptökuvélarnar.

Í gærkvöldi var nýjast þátturinn sýndur á Kanal 4 og höfðu auglýsingar á þættinum vakið töluverða athygli áður en hann var tekinn til sýninga. Ekstra Bladet, stærsti netmiðill Danmerkur, fjallaði um þáttinn og það sem gerðist í honum síðdegis í gær og er sú umfjöllun ein sú mest lesna á vef miðilsins undanfarinn hálfan sólarhring.

Í þættinum í gær var nýr þátttakandi kynntur til sögunnar. Hann hefur áður komið fram í þáttunum en þó ekki þeirri þáttaröð sem nú er í sýningu. Hann heitir Morten og þykir ansi stór og sterklegur og heillar kvenfólkið greinilega upp úr skónum.

Umræddum Morten. Skjáskot/Kanal 4

Óhætt er að segja að konurnar í þætti gærkvöldsins hafi tekið komu Morten fagnandi en Sara Rún og ummæli hennar vöktu þó mesta athygli þegar tilkynnt var um komu Morten:

„Ég er svo blaut.“

Sagði hún og ekki var hægt að misskilja hvað hún átti við enda látbragð hennar einnig skýrt.

Sara Rún þegar hún tjáði sig um komu Mortens og gleði sína. Mynd:Skjáskot/Kanal 4

Hér geta áhugasamir séð myndbrotið þar sem konunum er sagt að Morten sé mættur til leiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið