fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Pipardöðlur og piparmöndlur frá H-Berg slá í gegn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

H-Berg hefur undanfarin ár framleitt vinsælt góðgæti á borð við ýmis konar hnetur, möndlur, þurrkaða ávexti, hnetusmjör og fleira. H-Berg kemur reglulega með nýjungar á markaðinn sem neytendur kunna vel að meta. Nýjustu tvö dæmin eru pipardöðlur og piparmöndlur sem komu á markaðinn í janúar og hafa slegið svo rækilega í gegn að fyrirtækið hefur ekki undan því að framleiða þær. Vörur frá H-Berg eru til sölu í öllum matvöruverslunum.

Döðlurnar og möndlurnar eru innfluttar en síðan húðaðar og þeim pakkað í verksmiðju H-Berg. Af þessu tvennu teljast döðlurnar klárlega vera heilsuvara því í þeim er enginn viðbættur sykur og henta þær því einstaklega vel sem millimál þegar sykurlöngun sækir á fólk. Möndlurnar eru hins vegar súkkulaðihúðaðar og því syndsamlegri freisting – en afskaplega ljúffengar rétt eins og döðlurnar.

Tamarimöndlur
Tamarimöndlur

Á síðasta ári setti H-Berg Tamari-möndlur á markaðinn sem framleiddar eru hér heima. Rétt eins og gildir um piparhúðuðu döðlurnar og möndlurnar var Tamari-möndlunum afskaplega vel tekið og renna þær út úr búðum.

H-Berg var fyrsti aðilinn til að framleiða hnetusmjör á Íslandi en það sást fyrst í verslunum árið 2013 og er framleitt í gífurlegu magni enda afar vinsælt. Hnetusmjörið frá H-Berg er náttúrulegt og inniheldur hvorki sykur né aukaefni en innihaldið er 99,5% jarðhnetur og 0,5% jarðsalt. H-Berg framleiðir einnig kasjúsmjör úr kasjúhnetum og möndlusmjör úr möndlum.

Nánari upplýsingar um fjölbreytt vöruúrval H-Berg er að finna á vefsíðunni hberg.is. Fyrirtækið er til húsa að Grandatröð 12 í Hafnarfirði og símanúmer er 565 6500.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“