H-Berg hefur undanfarin ár framleitt vinsælt góðgæti á borð við ýmis konar hnetur, möndlur, þurrkaða ávexti, hnetusmjör og fleira. H-Berg kemur reglulega með nýjungar á markaðinn sem neytendur kunna vel að meta. Nýjustu tvö dæmin eru pipardöðlur og piparmöndlur sem komu á markaðinn í janúar og hafa slegið svo rækilega í gegn að fyrirtækið hefur ekki undan því að framleiða þær. Vörur frá H-Berg eru til sölu í öllum matvöruverslunum.
Döðlurnar og möndlurnar eru innfluttar en síðan húðaðar og þeim pakkað í verksmiðju H-Berg. Af þessu tvennu teljast döðlurnar klárlega vera heilsuvara því í þeim er enginn viðbættur sykur og henta þær því einstaklega vel sem millimál þegar sykurlöngun sækir á fólk. Möndlurnar eru hins vegar súkkulaðihúðaðar og því syndsamlegri freisting – en afskaplega ljúffengar rétt eins og döðlurnar.
Á síðasta ári setti H-Berg Tamari-möndlur á markaðinn sem framleiddar eru hér heima. Rétt eins og gildir um piparhúðuðu döðlurnar og möndlurnar var Tamari-möndlunum afskaplega vel tekið og renna þær út úr búðum.
H-Berg var fyrsti aðilinn til að framleiða hnetusmjör á Íslandi en það sást fyrst í verslunum árið 2013 og er framleitt í gífurlegu magni enda afar vinsælt. Hnetusmjörið frá H-Berg er náttúrulegt og inniheldur hvorki sykur né aukaefni en innihaldið er 99,5% jarðhnetur og 0,5% jarðsalt. H-Berg framleiðir einnig kasjúsmjör úr kasjúhnetum og möndlusmjör úr möndlum.
Nánari upplýsingar um fjölbreytt vöruúrval H-Berg er að finna á vefsíðunni hberg.is. Fyrirtækið er til húsa að Grandatröð 12 í Hafnarfirði og símanúmer er 565 6500.