fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024

Sara Rut upplifði erfiða brjóstagjöf: „Ég grét með litla nýfædda grenjandi kraftaverkinu okkar“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 26. janúar 2018 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Rut Agnarsdóttir átti virkilega erfiða brjóstagjöf þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Sara var ung og óreynd, nýbökuð móðir sem hafði enga fræðslu fengið um brjóstagjöf og stóð hún því ósofin í móki með hágrátandi barn og vissi ekkert hvað hún átti til bragðs að taka.

Áhersla á brjóstagjöf er mikil og einnig þrýstingur á að konur gefi börnunum sínum brjóst. Algengt er að upp koma vandamál á meðan á brjóstagjöf stendur og því er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar, ljósmæður, læknar og annað starfsfólk í heilbrigðisgeiranum geti veitt nýbökuðum mæðrum ráðgjöf,

segir Sara í einlægri færslu á Glam.

Sara á í dag tvo drengi

Árið 2013 eignaðist Sara sitt fyrsta barn, Aron Sölva, sem hún segir hafa verin ákveðinn lítinn drengur frá fyrstu mínútu.

Á meðan maðurinn minn svaf á sínu græna með sínar ógagnlegu geirvörtur þá grét ég með litla nýfædda grenjandi kraftaverkinu okkar í hægindastól á Hreiðrinu. Þegar drengurinn hafði grátið í að minnsta kosti 2-3 klukkustundir  kom ljósmóðir inn á herbergið til að kanna stöðuna. Þar stóð ég í einhverju móki eftir að hafa vakað í næstum sólarhring ásamt því að fæða heilt barn og reyndi að koma snuði upp í barnið. Það var heldur betur ekki í boði samkvæmt þessari annars ágætu ljósmóður. Ekki fyrr en brjóstagjöfin væri komin vel á veg eða eftir sirka viku. Í kjölfarið var mér skikkað aftur í hægindastólinn og drengnum smellt aftur á brjóstið.

Sara segir að fyrsta nóttin hafi verið virkilega erfið og hún hafi verið komin með blæðandi sár á báðar geirvörtur.

Ég var svo í framhaldi send heim með litlar sem engar ráðleggingar varðandi brjóstagjöfina.

Tengdamóðir Söru færði henni mexíkóhatta til þess að leggja sem hlífar yfir geirvörturnar þegar barnið var að drekka þar sem Sara far farin að engjast um af sársauka.

Sem betur fer fékk ég yndislega ljósmóður frá HSS í heimavitjun sem ég á brjóstagjöfina að þakka. Hún staupaði barnið mitt með þurrmjólk þangað til að hann sofnaði og svaf í fyrsta sinn frá fæðingu í lengur en korter. Hún kenndi mér líka að leggja hann á brjóst og sýndi mér hvernig hann ætti að taka brjóstið til þess að sporna gegn sárum. Það tekur mjólkina allt upp í 3 sólarhringa að koma og er broddurinn, fyrsta mjólkin sem barnið fær, yfirleitt ekki nógu mettandi fyrir það og því eiga nýburar það til að vilja stanslaust vera á brjósti fyrst um sinn.

Loksins þegar mjólkin kom hjá Söru kom í ljós að hún væri með mikla framleiðslu. Hún segir þó að þrátt fyrir að konur mjólki vel sé það ekki ávísun á að brjóstagjöfin gangi vel fyrir sig.

Ég fékk svo slæma stálma að ég lá hreyfingarlaus uppi í rúmi og elskuleg móðir mín og maðurinn minn skiptust á að bleyta þvottapoka og hita upp hitapoka til þess að reyna að lina þjáningar mínar.  Þegar drengurinn var viku gamall lagðist ég í flensu, að ég hélt, og rauk upp í hita og fékk beinverki. Brjóstin urðu aum og heit viðkomu og ég fékk rauða flekki á þau. Með smá gúgli og símhringingu í mömmu komst ég að þeirri niðurstöðu að ég væri með brjóstastíflu.

Sara segir að Aron sonur hennar hafi verið á brjósti í ellefu mánuði og að henni hafi oft langað að gefast upp og hætta.

Ég þrjóskaðist í gegnum fyrstu mánuðina og fór þá á hörkunni. Þessi tími var alveg á öllum skalanum ömurlegur og æðislegur í senn. Eins og áður segir var mjólkurframleiðslan mín svo mikil að fyrst um sinn réð barnið ekki við hana, gleypti mikið loft og fékk þar af leiðandi í magann. Aron fékk magakveisu ofan á allt. Þá þurfti ég að taka út egg og mjólkurvörur úr fæðunni minni um tíma en auðvitað gerir maður það fyrir barnið sitt, er það ekki annars?

Sara eignaðist svo sitt annað barn fyrir rúmlega 8 mánuðum síðan og hefur brjóstagjöfin gengið mun betur í þetta skiptið.

Eflaust er  það ég sem er  sjóaðri og öruggari í þessum málum í dag en fyrir fjórum árum. Daginn eftir að hann fæddist staupaði ég hann með þurrmjólk og barnið svaf og ég var hamingjusöm móðir, laus við kvíða og sárar geirvörtur. Barnið fékk snuð aðeins klukkustundar gamall og þurrmjólk í pela hjá pabba sínum þegar ég þurfti mína hvíld.

Sara segir brjóstagjöf sé alls ekki sjálfsögð og að mikilvægt sé að konur fái betri fræðslu varðandi hana.

Hvað ef að ég hefði ekki fengið þessa fræðslu sem ég fékk eftir að ég kom heim af fæðingardeildinni? Ég er ansi viss um að ég hefði gefist fljótlega upp. Ég er ekkert einsdæmi um erfiða brjóstagjöf og ég er handviss um að margar mæður gefast upp einfaldlega vegna lélegrar eða engrar fræðslu og satt að segja þegar ég hugsa til baka þá skil ég ekki hvernig ég entist svona lengi og hreint út sagt merkilegt að mjólkurframleiðslan mín hafi ekki bara dottið niður við alla þessa streitu og kvíða sem þessu fylgdi.

Sara telur víst að rekja megi mörg tilfelli af fæðingarþunglyndi til erfiðleika við brjóstagjöf sem hún telur að hægt sé að koma í veg fyrir með aukinni fræðslu.

Fæðingarþunglyndi kemur upp hjá um 14% kvenna eftir fæðingu barns. Ég er viss um að hægt væri að rekja mörg af þessum tilfellum að einhverju leyti til brjóstagjafar og erfiðleikum tengdum brjóstagjöfinni sem væri vel hægt að sporna við með aukinni fræðslu. Ég á vinkonu sem var á barmi fæðingarþunglyndis og mjólkaði aðeins í öðru brjóstinu. Í ungbarnavernd var henni ráðlagt að halda áfram að leggja barnið á tóma brjóstið eins mikið og hún gat þrátt fyrir að barnið grét og öskraði á meðan. Þarna hefði kannski verið ráðlagt að spyrja nýbakaða móður út í hennar eigin líðan og láta brjóstagjöfina mæta afgangi. Geðheilsa móður er ofar öllu. Í þessu tilviki fór vinkona mín heim úr ungbarnavernd, niðurbrotin og fannst hún hafa brugðist barninu sínu. Það ætti engin móðir að upplifa sig sem slæma móður vegna brjóstagjafar sem gengur brösulega eða einfaldlega gengur ekki upp. Sem betur fer erum við með góða mjólk sem hægt er að kaupa úti í búð sem inniheldur öll þau næringarefni sem barnið þarf á að halda að mótefnum undanskildum.

Sara segir að allar mæður vilji það besta fyrir barnið sitt, hvort sem það sé að gefa því brjóstamjólk eða þurrmjólk.

Ég tel það gjörsamlega galið að segja við móður sem hefur kosið að gefa barni sínu aðra mjólk en brjóstamjólk, að móðurmjólkin sé það besta sem barnið fái. Ég er viss um að þessi ákvörðun móður sé ekki úr lausu lofti gripin og án þess að hún hafi hag barns síns í huga.

Hægt er að fylgjast með Söru á Instagram: sararut

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Meint hetja afhjúpuð sem loddari í sláandi afhjúpun – Þóttist bjarga börnum undan mansali en stakk svo styrkjunum í vasann

Meint hetja afhjúpuð sem loddari í sláandi afhjúpun – Þóttist bjarga börnum undan mansali en stakk svo styrkjunum í vasann
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag að kveðja?

Aðstoðarmaður Ten Hag að kveðja?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar segist fórnarlamb skattyfirvalda – „Refsað fyrir að yfirgefa Ísland“

Arnar segist fórnarlamb skattyfirvalda – „Refsað fyrir að yfirgefa Ísland“
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn

Lukaku á sér draumaáfangastað – Þarf að vonast eftir þessu svo skiptin gangi í gegn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku

Tvö neyðarköll hjá skemmtiferðaskipum í Atlantshafi á einni viku