fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Næsta mynd Baltasars: Sönn saga af ótrúlegu þrekvirki

Tami var ein á hafi úti 41 dag, sigldi í land á stórskemmdum bát – Shailene Woodley leikur aðalhlutverkið

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta stórmynd Baltasars Kormáks verður kvikmyndin Adrift sem verður framleidd af STX films, en fyrirtækið framleiddi einnig síðustu Hollywood-myndir leikstjórans, Everest og Contraband. Samkvæmt fréttum Hollywood Reporter og Variety eru samningaviðræður á lokametrunum og stefnt á að hefjast handa við framleiðsluna í júní.

Adrift er byggð á sannri lífsreynslusögu hinnar 23 ára gömlu Tami Oldham Ashcraft sem ætlaði að sigla á skútu ásamt kærasta sínum frá eyjunni Tahiti í sunnanverðu kyrrahafi til Kaliforníu í Bandaríkjunum í október 1983. Aðtæður virtust fullkomnar þegar lagt var upp í siglinguna en ævintýraferðin breyttist í martröð þegar unga parið lenti í miklum fellibyl. Tami fékk þungt höfuðhögg og þegar hún vaknaði úr rotinu 27 klukkutímum síðar var unnustinn horfinn og báturinn nánast eyðilagður, ekkert mastur og enginn björgunarbátur. Í myndinni verður sagt frá næstu 4o dögum þegar Tami náði með miklu harðfylgi að sigla á stórskemmdun bátnum 1500 mílna leið til Hawaii. Tami sagði síðar frá reynslunni í bókinni Red Sky in Mourning: A true story of love, loss and survival at Sea sem kom út árið 2002.

Það verða tvíburabræðurnir Aaron og Jordan Kandell sem munu skrifa handritið, en síðast skrifuðu þeir tölvuteiknuðu Disney-myndina Moana (sem nefnd hefur verið Vaiana víðast hvar í Evrópu). Fréttir herma að það verði leikkonan Shailene Woodley sem fer með aðalhlutverkið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Baltasar leikstýrir mynd sem byggir á sannri lífsreynslusögu manneskju sem þurfti að berjast fyrir lífi sínu á hafi úti, en kvikmyndin Djúpið frá árinu 2012 fjallaði um þolraun Guðlaugs Friðþórssonar sem náði að synda í land fimm kílómetra leið í ísköldum sjó og bjarga þannig lífi sínu, einn áhafnarmeðlima, eftir að fiskibáturinn Hellisey sökk úti fyrir Vestmannaeyjum árið 1984.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“