fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Vagnstjóri Strætó lá í snjallsímanum í akstri: „Svona vinnubrögð eru með öllu óviðunandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 23:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson tók í dag upp myndskeið af vagnstjóra sem notaði snjallsíma sinn óspart á meðan hann ók vagninum. Sveini Hirti var afar brugðið við þessa sjón enda virðist framferðið vera afar gáleysislegt. Myndskeiðið er hér neðst í fréttinni.

Sveinn Hjörtur segir um málið:

ÁBYRGÐ VAGNSTJÓRA ER MIKIL !!
Ég vil endilega að laun vagnstjóra Strætó verði hækkuð. En ég krefst þess að þeir séu ekki í símanum á meðan þeir eru í akstri. Ótal myndbönd eru til af þessu hátterni vagnstjóra sem einmitt segja sjálfir að þeir beri ábyrgð á farþegum og er krafa um launahækkun byggð m.a. á því. 
En myndböndin eru orðin svo mörg og tilfellin, að mér sýnist vera komið að því að vagnstjórum hjá Strætó sé með öllu óheimilt að hafa farsíma á sér á vaktinni. Þeim er einfaldlega ekki treystandi. Við bönnum börnum okkar að nota símana með ýmsum hætti og sérstaklega í skólanum, en horfum svo uppá þetta!

DV hafði samband við Guðmund Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúa Strætó, og var honum einnig mjög brugðið yfir myndskeiðinu. Guðmundur segir við DV:

„Við hjá Strætó erum með skýrar reglur sem eru á vitorði allra vagnstjóra. Það er stranglega bannað að nota símann á meðan á akstri stendur, enda skapar það mikla og tilgangslausa hættu í umferðinni. Við höfum óskað eftir frekari upplýsingum frá manninum sem sendi okkur myndskeiðið og málið hefur síðan verið tekið áfram með mannauðsstjóra.Svona vinnubrögð eru með öllu óviðunandi og við fordæmum þau. Viðurlög við svona brotum eru allt frá áminningum til brottvísunar í starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans