Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn fyrir skemmstu í Garðabæ. Var þar glatt á hjalla og athyglisvert að sjá hverjir mættir voru. Athyglisverðast var kannski að sjá rithöfundinn Hildi Sif Thorarensen.
Hildur hefur verið áberandi innan Pírata á undanförnum árum og gegndi meðal annars stöðu oddvita í Norðvesturkjördæmi um tíma. Hefur hún einnig verið virk í skrifum á bloggi Pírata.
Ekki er algengt að fólk færi sig á milli þessara tveggja flokka. Í nýlegri færslu frá Hildi virðist sem afstaða Miðflokksins varðandi þriðja orkupakkann hafi skipt sköpum.