fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Andri Snær: „Við erum nefnilega líka Trump“

Andri Snær ætlar ekki að mælta styggðaryrði um Trump fyrr en Amir fær að hitta kærastann sinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. febrúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er staddur í Mílano og hitti Amir Shokrgozar í dag en hann var sendur allslaus úr landi á fimmtudag,“ skrifar Andri Snær Magnússon á Facebook síðu sína í dag.

„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu. Amir flúði gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Amir komst til Svíþjóðar en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli, hann komst til Íslands þar sem hann hefur dvalið í næstum tvö ár.“

Andri segir frá því að frá því Amir kom til landsins hafi hann verið virkur þáttakandi í samfélaginu, hann hafi lært íslensku, eigi íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísun hans. „Hann hefur verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða Krossinum, virkur í bænahóp Toshiki Toma, hann er liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“

Andri skrifar að yfirvofandi brottvísun og vonleysi um hvar í heiminum hann væri þá yfirleitt velkominn hafi lagst þungt á Amir. Hann vistaður samkvæmt læknisráði í tvær nætur á geðdeild, þar sem hann var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi, fjórir lögreglumenn alla leið til Milano og honum voru gefin óþörf olnbogaskot þótt hann væri bundinn. Honum var sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir eru sprungnir í þessum málaflokki.“

Andri segir frá því að ung stúlka sem er félagi í no borders hafi skotið yfir hann húsaskjóli. Hann segir að leitað sé leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Í hörðum heimi eigum við ekki að vera aflið sem brýtur niður fólk með járnhnefa. Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump“.

Vinir Amirs á Íslandi hafa stofnað reikning til að hjálpa honum reikningsnúmeið er 526-14-403211. Kt: 040986-2869.

Hér má sjá færslu Andra í heild:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars