fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Gunnar Smári fékk áfall – Margarítan 170% dýrari á Íslandi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. apríl 2019 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnari Smára Egilssyni, fjölmiðlamanni og stofnanda sósíalistaflokksins, brá heldur betur um helgina þegar dætur hans vildu panta sér pizzu. Hann hafði nefnilega rétt þeim tvö þúsund krónur en var tilkynnt um hæl að sú fjárhæð dygði nú ekki.

„Þær ranghvolfdu augunum, sögðu að þetta væri ekki nóg. Ég kíkti því inn á vef Dominos og varð fyrir áfalli. Hverjum dettur í hug að selja pizzu á 3.490 kr.! Það eru 25 evrur! Fyrir pizzu!“ 

Eftir þessa uppákomu og eftir að hafa hlýtt á málflutning Gylfa Zoega, hagfræðings, í Silfrinu í gær ákvað Gunnar að bera saman verð á margarítum milli nokkurra landa. Ísland kom vægast sagt illa út í samanburðinum.

„Ástralía: 866 kr.
Holland: 1.096 kr.
Þýskaland: 1.308 kr.
Svíþjóð: 1.314 kr.
Belgía: 1.517 kr.
Noregur: 1.693 kr.
Ísland: 2.349 kr.“

Íslendingar borga því 38 prósent meira fyrir margarítu heldur en nágrannar okkar í Noregi, 78 prósent meira en Svíar, 113 prósent meira en Hollendingar og heilum 170 prósentum meira en Ástralar.

„Þessi einfalda pizza sem er ekki annað en hveiti, ostur og tómatsósa er svona mikið dýrari á Íslandi en í þessum löndum.“

Gunnar segir að ef Íslendingar fari að ráðum Gylfa Zoega, vega upp verðlagið á Íslandi með launalækkunum frekar en hækkunum, þá þyrfti að: „berja niður laun láglaunafólksins á Dominos niður í 200 þús. kr. á mánuði til að koma verðlaginu hér undir verðlagi í Noregi eða Svíþjóð en niður í 75 þús. kr. á mánuði ef ætlunin er að láta láglaunafólk greiða niður hér verðlag að því sem er í Ástralíu, svo hið sturlaða auðvald geti haldið áfram okri sínu,“ segir hann.

Verðmuninn má að hluta skýra með vitlaust skráðu gengi, segir Gunnar.

„Gylfi Zoega og aðrir fulltrúar í peningamálanefnd Seðlabankans hafa haldið uppi gengi krónunnar með ofur háum vöxtum, með því markmiði að halda hér uppi fölskum kaupmætti og greiða niður verðbólgu. Með þeim afleiðingum að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa kramist á milli gengis og kostnaðar, ekki síst fjármagnskostnaðar sem leggst þungt á vaxtagreinar.“

Í þessum efnum telur Gunnar Smári Gylfa sjálfan vera helsta gerandann sem vilji nú láta láglaunafólk bera ábyrgð á mistökum sínum.

„Hann vill að láglaunafólk axli ábyrgð á hagstjórnarmistökum hans og félaga hans og taki á sig þrjú ár enn af launum sem duga ekki fyrir framfærslu út mánuðinn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“