fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Þær bestu í bænum!

Kynning

Önnu Konditori gerir fermingartertur, marsípanfígúrur og kransakökuskúlptúra

Jóhanna María Einarsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Björnsdóttir er menntaður konditor frá Ringsted í Danmörku. Hún starfaði meðal annars sem konditor í Danmörku í Kringlebagaren Hörsholm. Eftir að hún kom aftur til Íslands öðlaðist hún gríðarlega reynslu við störf hjá Breiðholtsbakaríi og Okkar bakaríi, Garðabæ. Eftir það stofnaði hún Önnu Konditori þar sem hún og lærlingur hennar taka við pöntunum fyrir tertur, kökur, brauðtertur og ýmislegt gotterí sem eru ómissandi á veisluhlaðborðið.

Sérsniðnar fermingartertur

Þegar kemur að fermingartertum vill Anna að tertan endurspegli kúnnann. „Stundum hafa fermingarbörnin teiknað myndir af tertum og látið mig fá. Þá vinn ég tertu út frá myndum og samtali við fermingarbarnið,“ segir Anna. Hver terta verður einstök þar sem persónuleiki fermingarbarnsins fær að skína í gegn, bæði í lit og þema tertunnar. „Sumir vilja fá tertu sem endurspegla íþrótt og/eða íþróttafélagið sem þau spila með, aðrir vilja láta hana tengjast öðrum áhugamálum svo sem tónlist, gæludýrum eða öðru,“ segir Anna. Auðvitað er útlitið mikilvægt, en það segir ekki allt. Terturnar hennar Önnu eru sannkallað gómsæti, eða „þær bestu í bænum“ eins og einn kúnni orðaði það. Marsípanið, sem margir tengja við fermingartertur, er síður en svo að detta úr tísku og er Anna alger listamaður í höndunum. Marsípanið má segja að sé hennar miðill, en hún gerir gífurlega skemmtilegar fígúrur úr marsípani sem sóma sér vel á öllum þeim gríðarlega fjölda fermingarterta sem hún framreiðir af list og fagmennsku. Einnig gerir Anna súkkulaðifígúrur af álíka mikilli snilld.

Klikkaðar kransakökur

Kransakökurnar eru svo ómissandi þáttur á öllum fermingarhlaðborðum og setja oft punktinn yfir i-ið. Anna kann svo sannarlega að forma kransakökurnar og hefur gert í mörg ár. Hún býr til fallega skúlptúra sem endurspegla persónuleika og áhugamál fermingarbarnanna og hefur hún til dæmis sett saman trompetkransaköku sem, ef maður vissi ekki betur kynni að ætla að hægt væri hægt að spila á.

Samstarf Önnu Konditori og Lárusar Loftssonar

Til stendur að Önnu Konditori taki við starfsemi veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar, sem hefur getið sér gott orð fyrir sérstaklega gómsætar snittur og kokteilsnittur. „Hann er að hætta í faginu þar sem hann er kominn á aldur,“ segir Anna. Þá mun úrvalið aukast nokkuð hjá veisluþjónustu Önnu Konditori og verður ásamt marsípantertum, brauðtertum, kransakökum, súkkulaðitertum og marengstertum hægt að panta bæði snittur og kokteilsnittur að hætti Lárusar frá Önnu frá og með 1. mars á þessu ári.

Önnu Konditori er staðsett að Lyngási 18, 210 Garðabæ
Allar pantanir fara í gegnum síma: 896-6413 eða í netpósti: onnukonditori@simnet.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Önnu Konditiori og á Facebook-síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“