Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
Manchester United hefur rætt við sóknarmanninn Marcus Rashford um nýjan fimm ára samning. (Mail)
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, vill fá Douglas Costa, vængmann Juventus í sumarglugganum. (Tuttosport)
Rafael Benitez, stjóri Newcastle, er orðaður við kínversku Ofurdeildina en segist þó vera búinn að ræða við félagið um að framlengja. (Sky Sports)
Arsenal er í bílstjórasætinu um Gabriel Martinelli sem spilar með liði Ituano í Brasilíu. Hann er 17 ára gamall og þykir mikið efni. (Mirror)
Max Kruse, 31 árs gamall framherji Werder Bremen, bíður með að skrifa undir nýjan samning en bæði Tottenham og Inter Milan hafa áhuga. (Sky Sports)
Hirving Lozano, leikmanni PSV Eindhoven, dreymir um að spila fyrir Manchester United samkvæmt forseta Pachuca í Mexíkó þar sem Lozano hóf ferilinn. (MEN)
Atletico Madrid horfir til Bayer Leverkusen og vill fá vinstri bakvörðinn Wendell í stað Lucas Hernandez sem hefur samið við Bayern Munchen. (AS)