fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

2.900 gætu misst vinnu vegna WOW: „Líklega segja einhver fyrirtæki einhverjum upp á morgun fyrir mánaðamót“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 28. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru engar dómsdagsspár,“ segir Magnús Árni Skúlason, framkvæmdarstjóri Reykjavík Economics. Magnús telur að tæplega 3000 manns muni missa vinnuna vegna WOW air. Þúsund starfsmenn sem vinna hjá WOW, en auk þeirra gætu margir með óbein tengsl við WOW misst vinnuna.

10 prósent starfsmanna ferðaþjónustunnar gætu tapað störfum sínum

„Fólkið sem er að vinna á flugvellinum og svo ertu með fyrirtæki eins og Airport Associates sem þjónustar WOW. Þú sérð þetta kannski í hendi þér, það eru 1000 manns hjá WOW sem missa vinnuna, það er bara búið að segja það opinberlega. Það eru einhverjir sem missa líklega vinnuna hjá Airport Associates sem þjónusta WOW og svo  eitthvað fólk sem er að þjónusta flugvöllinn, sem er að hreinsa, þrífa, skúra.“

Fyrir utan þá sem missa vinnuna er líklegt að gjaldþrot WOW muni valda öðrum tekjumissi, þó þeir haldi þó störfunum.

„Svo ætlaði náttúrulega ISAVIA að fjárfesta í flugvellinum háar fjárhæðir á næstu árum. Það kannski minnkar sú fjárfesting. Svo eru allskonar leiðsögumenn og aðilar í ferðaþjónustunni sem missa spón úr aski sér. Missa ekki vinnuna en hafa minna að gera en áður.“

Atvinnuleysi gæti kostað ríkið 3,2 milljarða

Reykjavík Economics vann skýrslu fyrir WOW um efnahagsleg áhrif fyrirtækisins á íslenskan þjóðarbúskap. Í skýrslunni kemur fram að um 29 þúsund manns starfi í einkennandi greinum ferðaþjónustunnar og gerir skýrslan ráð fyrir að 5-15 prósent þeirra muni missa vinnuna við brotthvarf WOW, þá einkum á aðilar á Suðurnesjum.

„Ef gert er ráð fyrir 10 prósenta atvinnuleysi innan greinarinnar þýðir það að 2.900 manns missa vinnuna. Það er umtalsvert atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða og líklega yrðu Suðurnesin einna helst fyrir barðinu á því.“

Skýrslan bendir á að ef allir 2.900 sem missa vinnuna þiggja atvinnuleysisbætur i fjóra mánuði, muni kosta íslenska ríkið 3,2 milljarða króna á sama tíma og ríki og sveitarfélög verða fyrir tekjumissi.

Nú hafa allir starfsmenn WOW misst vinnuna og 59 starfsmönnum sagt upp á Kynnisferðum.  Á morgun, föstudag, er síðasti virki dagur mánaðarins og líklegt að fleiri fyrirtæki muni tilkynna um uppsagnir fyrir mánaðamótin. Í samtali við blaðamann sagði Magnús að mörg fyrirtæki í ferðaþjónustunni væru fremur ung að aldri og væru því mörg hver skuldsett og í erfiðri stöðu vegna brottfalls WOW.

„Ef þetta hefði gerst einhverjum árum síðar og fyrirtækin fjárhagslega sterkari, þá hefði þetta minni áhrif.“

„Sjáum þetta betur á morgun, líklega segja einhver fyrirtæki einhverjum upp á morgun fyrir mánaðamót.“

Boeing 737 Max valda eftirspurn

Magnús telur að eftirspurn eftir vélum WOW verði mikil og fljótlegt muni reyna að koma þeim í útleigu, ef ekki sé þegar búið að því. Jafnvel telur hann að flugmenn WOW gætu fengið vinnu við að fljúga þeim. Eftirspurnin skýrist af kyrrsetningu Boeing 737 Max flugvélanna, en með kyrrsetningunni skapaðist mikil eftirspurn eftir vélum til að fylla upp í skarðið hjá flugfélögum. Brotthvarf WOW mun líklega leiða til fækkunar meðal Bandarískra ferðamanna

„Farþegar sem koma frá Bandaríkjunum og Kanada, þeir eyða mestum peningum“

Reynt að hindra verðbólguskot

Magnús telur að Seðlabanki Íslands muni grípa inn í stöðuna ef það fer að líta út fyrir að verðbólgan hækki. „Ég held að Seðlabankinn reyni að sporna gegn gengissiginu á meðan kjaraviðræður eru í gangi svo það hafi ekki áhrif á kjarasamninga. Hann stígur inn á gjaldeyrismarkaðinn og kemur í veg fyrir útflæði.“

Í skýrslu Reykjavík Economics er því spá að gjaldþrot WOW muni valda 0,9 til 2,7 prósenta samdrætti á vergri landsframleiðslu. Ástæða samdráttarins er fækkun flugfarþega vegna minna sætaframboðs, og fyrirvari fyrir önnur flugfélög, til að auka framboð sitt, sé of skammur fyrir sumarið.

Ljóst er að brottfall WOW air getur og mun hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf. Hversu víðtæk áhrifin verða á eftir að koma í ljós. Hins vegar hafa margir tapað störfum sínum í dag og enn fleiri munu að líkindum bætast í þann hóp fyrir mánaðamót. Skellurinn á íslenska ferðaþjónustu er mikill. Í samtali við blaðamann segði Magnús að hann vonaði að sjálfsögðu að þær spár sem koma fram í skýrslunni rætist ekki. „Það er bara vonandi að þetta hafi sem minnst áhrif.“

Í skýrslunni er vísað til orða Rannveigar Sigurðardóttur, aðstoðarseðlabankastjóra í nýjasta tölublaði Fjármálastöðugleika:

„Kæmi hins vegar til verulegs samdráttar af tekjum í ferðaþjónustu yrði það einnig áfall fyrir þjóðarbúið í heild vegna þeirra áhrifa sem það hefði meðal annars á gjaldeyristekjur og gengi krónunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“

Kona ákærð fyrir ofbeldi gegn barni á leikvelli í Reykjavík – „Sýndi ákærða drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi“