fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Ríkisstjórnin segir að þjóðarbúið ráði vel við gjaldþrot WOW Air: 4000 manns strandaglópar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 28. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagkerfið er vel í stakk búið að takast á við afleiðingar af gjaldþroti WOW Air, segir í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin fundaði vegna málsins í morgun og sendi eftirfarandi yfirlýsingu á fjölmiðla:

„Ríkisstjórn Íslands lýsir yfir vonbrigðum með að tilraunir WOW air hf. til að tryggja rekstur félagsins skiluðu ekki árangri. Viðbúnaðarhópur stjórnvalda fylgist grannt með því að heimflutningur farþega gangi greiðlega fyrir sig.

Rekstrarstöðvun WOW air hf. er mikið áfall fyrir starfsfólk félagins og aðra þá sem byggt hafa afkomu sína á starfsemi þess.

Staða efnahagsmála er sterk og hagkerfið vel í stakk búið að takast á við þessa áskorun. Efnahagsleg áhrif verða einkum til skamms tíma og kalla á endurmat áætlana en áhrifin til lengri tíma ráðast af þróun á markaði.“

Fram kom á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að 4000 manns væru strandaglópar vegna rekstrarstöðvunar WOW Air. RÚV greindi frá. Greindi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra frá þessu. Sigurður Ingi Jóhannsson sagði að ljóst hefði verið hvert stefndi rétt fyrir miðnætti í gærkvöld. Viðbragðsáætlun stjórnvalda hafi verið virkjuð en hún miði að því að koma fólki á áfangastað. Hafi verið haft samband við Icelandair og Easyjet í þeim tilgangi.

Réttindi flugfarþega

Samgöngustofa hefur send frá sér fréttatilkynningu vegna falls WOW Air þar sem farið er yfir réttindi strandaðra flugfarþega, hvernig þeir geta leitað upplýsinga og hvernig þeir eiga að komast á áfangastað. Þar er farþegum ráðlagt að leita til annarra flugfélaga og þeim sem greiddu flugmiða með kreditkorti er bent á að hafa samband við kreditkortafyrirtækið til að fá miðann endurgreiddan. Sjá nánar á vef Samgöngustofu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði