fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Þrældómur á skosku sveitahóteli: Komu í leit að betra lífi en unnu 22 tíma á dag

Abdul Azad yfirgaf heimaland sitt í leit að betra lífi – Sat eftir með sárt ennið eftir svikin loforð

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2009 fékk Abdul Azad, tiltölulega fátækur fjölskyldufaðir í Bangladess, tilboð sem hann gat ekki hafnað. Hann fékk atvinnutilboð frá Skotlandi sem fól í sér starf á sveitahóteli í Appin í vesturhluta Skotlands. Ef hann myndi þiggja starfið gæti hann séð fjölskyldu sinni, eiginkonu og syni, farborða og jafnvel eignast sparifé. Raunin varð þó allt önnur því Abdul var í raun hnepptur í þrældóm á hótelinu.

Dagur tileinkaður baráttu gegn nútímaþrælahaldi

CNN fjallar um málið, en umfjöllunin er liður í árverkniátakinu #MyFreedomDay. Dagur tileinkaður átakinu verður haldinn þann 14. mars næstkomandi, en þá munu skólar og nemendur þeirra um víða veröld standa fyrir vitundarvakningu um nútímaþrælahald og birtingarmyndir þess.

Lofað gulli og grænum skógum

Áður en Abdul flutti til Bretlands fékk hann skilaboð frá eiganda hótelsins, Shamsul Arefin, þess efnis að Abdul þyrfti sjálfur að standa straum af kostnaði við það að fá atvinnuleyfi í landinu. Abdul þurfti að selja hluta af eigum sínum til að eiga fyrir þessum útgjöldum og gerði það með glöðu geði. Launin sem hann átti að fá yrðu fljót að vega upp á móti útgjöldunum, en fullyrt var að hann fengi sem nemur 2,5 milljónum króna í árslaun.

Svikin loforð

Starfið sem Abdul átti að taka að sér var að sjá um eldamennsku á hótelinu. Abdul, sem er kokkur að mennt, hafði starfað í fyrirtæki fjölskyldu sinnar í nokkur ár áður en tilboðið barst.

Fljótlega eftir að hann mætti til starfa á hótelinu fór að bera á sviknum loforðum frá vinnuveitandanum. Auk þess að þurfa að sjá um eldamennsku þurfti Abdul að sjá um þrif á herbergjum hótelsins, snjómokstur, halda lóðinni í kringum hótelið snyrtilegri og viðhald á hótelinu. Þá fékk Abdul þau skilaboð að ekki væri hægt að standa við þau loforð sem honum höfðu verið gefin um laun. Í stað þess að fá 2,5 milljónir á ári fengi hann aðeins rúmar 700 þúsund krónur, eða 14 þúsund krónur á viku.

Þegar málið var tekið fyrir hjá dómstólum í Skotlandi kom í ljós að það stóðst ekki einu sinni. Að endingu fór það svo að Arefin var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir öll svikin. Abdul var ekki sá eini á hótelinu sem var í þessum sömu sporum. Fleiri einstaklingar höfðu þegið tilboð fyrirtækisins um vinnu enda áttu launin að vera margfalt meiri en þeir höfðu möguleika á í heimalandi sínu.

Vildu komast burt

Þegar ljóst var að flest loforð hefðu verið svikin vildu Abdul og kollegar hans komast burt. Þá vandaðist málið; þeir fengu þau skilaboð frá eiganda hótelsins að hann hefði öll tromp á hendi og gæti afturkallað dvalarleyfi þeirra sem myndi gera það að verkum að þeir væru ólöglegir í landinu.

Mennirnir leituðu aðstoðar hjá góðgerðasamtökunum Lochaber Hope, en samtökin komu þeim síðan í samband við samtökin Migrant Help, sem aðstoða innflytjendur við að koma sér fyrir á Bretlandi. „Það var ljóst strax frá upphafi að það átti að misnota þá. Aðstæðurnar sem þeir voru í voru mjög slæmar. Þeir höfðu greitt stórfé fyrir það eitt að komast til Bretlands en fengu ekki greitt samkvæmt samningum. Þeir unnu mjög langar vaktir, stundum allt að 22 klukkustundir á sólarhring,“ segir Jim Laird hjá Migrant Help sem sá um að aðstoða mennina.

Hér má sjá umfjallanir CNN sem eru tileinkaðar MyFreedomDay.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum