fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Konurnar í lífi Skúla Mogensen: Kynntist eiginkonunni á Tunglinu – Stoltur af dætrunum – 23 ár á milli hans og kærustunnar

Fókus
Miðvikudaginn 27. mars 2019 20:00

Skúli og kvenpeningurinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur mætt á Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, síðustu mánuði og hefur hann barist með kjafti og klóm til að bjarga fyrirtæki sínu frá gjaldþroti.

Skúli hefur marga fjöruna sopið í viðskiptalífinu en hann hefur ávallt haft sterkar konur sér við hlið. Við ákváðum að kíkja á þær helstu.

„Ég er heppinn að geta treyst á móður mína“

Skúli er fæddur þann 18. september árið 1968 og er elsti sonur Brynjólfs Mogensen, bæklunarlæknis og Önnu Skúladóttur, löggilts endurkoðanda og fyrrverandi fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Móðir hans hefur stutt ötullega við bakið á syni sínum, en fyrir þremur árum síðan tók hún til að mynda sæti hans í stjórn Kviku banka ásamt því að vera varmaður í stjórn Títans, fjárfestingafélags sonar síns.

„Ég er heppinn að geta treyst á móður mína en hún er löggiltur endurskoðandi og verður góður fulltrúi í stjórn bankans,“ sagði Skúli í samtali við mbl.is þegar að greint var frá aðkomu móður hans.

Margrét og Skúli.

Ríkustu hjón Íslands

Það kom mörgum í opna skjöldu þegar að fréttir bárust af því snemma árs 2013 að Skúli væri skilinn við eiginkonu sína til rúmlega tuttugu ára, lækninn Margréti Ásgeirsdóttur. Nokkrum mánuðum árum hafði DV greint frá því að Skúli og Margrét væru efst á lista yfir ríkustu hjón Íslands og ættu sameiginlega 7,5 milljarða króna umfram skuldir.

Margrét og Skúli kynntust á Tunglinu, en Skúli rak þann skemmtistað ásamt viðskiptajöfrinum Björgólfi Thor Björgólfssyni um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar.

„Heppnasti faðir í heimi“

Skúli og Margrét eignuðust þrjú börn saman, einn son, Ásgeir Mogensen og tvær dætur, þær Önnu Sif og Thelmu Mogensen.

 

View this post on Instagram

 

Happy Holiday Dear Friends around the World from the Mogensens. May the force be with you! 🙂 #family #christmas #lucky

A post shared by Skuli Mogensen (@skulimog) on

Ef marka má samfélagsmiðla forstjórans eyðir hann eins miklum tíma og hann getur með börnunum og birtir hann iðulega myndir af sér með dætrunum í mannfögnuðum, í veiði, á skíðum, í þyrluflugi eða í öðrum ævintýrum. Við stúdentsmynd af dætrunum skrifar hann einfaldlega:

„Heppnasti faðir í heimi.“

 

View this post on Instagram

 

Luckiest dad in the World! #student #versló #mr #daughters #graduation

A post shared by Skuli Mogensen (@skulimog) on


Ævintýralífsstíll

Skúli byrjaði með fjölmiðlakonunni Friðriku Hjördísi Geirsdóttur eftir skilnaðinn við Margréti árið 2013. Parið var vægast sagt áberandi í fjölmiðlum og óhrætt við að sýna ást sína á hvers kyns mannfögnuðum.

 

View this post on Instagram

 

Guess where! #wowmoment

A post shared by Skuli Mogensen (@skulimog) on

Þau ferðuðust um heiminn saman og voru dugleg að birta myndir af ævintýralífsstílnum sem þau lifðu saman – óhrædd við hvaða áskoranir sem urðu á vegi þeirra.

 

View this post on Instagram

 

Stórkostleg náttúru fegurð…þeas Sigló og þessi í miðjunni!

A post shared by Skuli Mogensen (@skulimog) on

Árið 2015 var hins vegar ballið búið og fóru þau sitt í hvora áttina.

Skúli og Gríma

Árið 2017 fóru síðan sögur á flakk um að Skúli væri byrjaður með flugfreyjunni Grímu Björg Thorarensen og reyndust þær vera sannar, en Gríma hefur prýtt ýmiss konar kynningarefni fyrir WOW Air.

 

View this post on Instagram

 

#ilovenyc #sailing #wowmoment

A post shared by Skuli Mogensen (@skulimog) on

Gríma og Skúli eru enn par, en talsverður aldursmunur er á þeim – hann er fæddur árið 1968 en hún árið 1991. Þá sannast hið forkveðna – ástin spyr ekki um aldur.

Skúli er mikill listaunnandi og hefur alltaf verið, en hér eru þau Gríma í heimsókn hjá meistara Erró:

 

View this post on Instagram

 

Alltaf gaman að heimsækja meistara Erró! #erro #lovingit #myfavourite #wowmoment #art

A post shared by Skuli Mogensen (@skulimog) on

Hægri höndin

Hægri hönd Skúla hjá WOW Air er almannatengillinn Svanhvít Friðriksdóttir. Hún vinnur náið með forstjóranum sem upplýsingafulltrúi flugfélagsins og hefur staðið með Skúla í gegnum þykkt og þunnt.

Svanhvít stendur vaktina hjá WOW.

Svanhvít er enginn nýgræðingur í almannatengslafaginu, en hún er með meistaragráðu í almannatengslum frá háskólanum í Westminster í Bretlandi og var kjörinn formaður Almanatengslafélags Íslands árið 2013. Þá var hún verkefnastjóri hjá Baugi Group á árum áður og var einnig sjálfstætt starfandi almannatengill áður en hún hóf störf hjá WOW Air árið 2012.

Fjarskiptagúrúinn

Liv Bergþórsdóttir er stjórnarformaður WOW Air, en hana þarf vart að kynna. Hún hætti nýverið sem framkvæmdastjóri Nova eftir tólf ára starf en fyrir það var hún framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Sko. Þar áður var hún framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Og Vodafone og þar áður hjá Tali. Þá situr hún í stjórn Iceland Seafood International og hefur setið í stjórnum hjá fyrirtækjum á borð við CCP og 66°Norður. Sannkallaður haukur í horni.

Liv er þaulreynd í viðskiptum.

Kann að tala við fjárfesta

Héraðsdómslögmaðurinn Helga Hlín Hákonardóttir situr í stjórn WOW Air, en hún hefur starfað fyrir íslensk og erlend fyrirtæki í fjármálaþjónustu í um tvo áratugi. Helga stofnaði lögmannsstofuna Lixia árið 2011 sem hefur þjónustað fyrirtæki í alþjóðlegri fjármálaþjónustu og ferðamannaiðnaði sem og innlenda og erlenda fjárfesta við fjármögnun og fjárfestingarverkefni. Helga er því vel kunnug ferðamannabransanum og kann að eiga samskipti við fjárfesta hvar sem er í heiminum.

Lögmaðurinn við hlið Skúla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“