fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
Eyjan

Garðabær splæsir 420 milljónum í fundarsal: „Röng forgangsröðun“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 27. mars 2019 10:27

Fundarsalurinn á Garðatorgi Mynd- Yrki arkitektar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundarsalur bæjarstjórnar Garðabæjar við Garðatorg, er nefnist Sveinatunga, hefur kostað bæjarfélagið alls 384 milljónir króna og munu um 35 milljónir bætast við kostnaðinn á þessu ári, vegna kaupa á innanstokksmunum og frágangs. Salurinn var tekinn í notkun í síðustu viku. Stundin greinir frá.

Húsnæðið sjálft  sem er alls 407,4 fermetrar, kostaði 67,5 milljónir, en samkvæmt áætlun átti kostnaðurinn við framkvæmdirnar yfir þriggja ára tímabil að vera 370 milljónir króna, utan kaupverðs.

Árið 2018 var lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun þar sem viðbótarfjárveiting upp á 150 milljónir króna var veitt til að ljúka framkvæmdum við salinn.

Einn umsækjandi var um framkvæmd verkefnisins í forvali, undanfara lokað útboðs. Var samið við E.Sigurðsson ehf. um framkvæmd 75-80% af heildarverkinu.

Til þessa hefur aðkeypt sérfræðiþjónusta, til dæmis er varðar tæknilausnir í rafmagnshönnun frá Verkhönnun ehf., og tölvu- og fundarbúnað frá Origo, kostað 58 milljónir.

Kostnaður vegna húsgagnakaupa er til þessa 23 milljónir.

Samdi Garðabær við VSÓ-ráðgjöf um eftirlit með framkvæmdum, en bæjarritari ásamt tækni- og umhverfissviði Garðabæjar hefur haft umsjón með framkvæmdinni.

Fjölnota salur

Að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar bæjarritara er um fimm sali að ræða:

„Aðalsalurinn er fundarsalur bæjarstjórnar. Svo erum við með þrjú önnur venjuleg fundarherbergi með borðum, mismunandi stórum, fyrir átta manns, tólf og tíu. Síðan erum við með fyrirlestrarsal. Með felliveggjum er hægt að gera einn móttökusal úr öllum sölunum nema einum.“

Segir Guðjón að salirnir muni einnig standa öðrum hópum til boða, en myndir af salnum og teikningar má sjá hér.

Alltof mikið

Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans, sem er í minnihlutanum, telur kostnaðinn allt of mikinn:

„Þetta er langt umfram það sem telst eðlilegt við breytingu á húsnæði. Þetta er alltof mikill kostnaður og í raun ótrúlegt að láta skattgreiðendur í Garðabæ borga þetta. Ég veit ekki betur en að í hverjum skóla í þessum bæ séu salir fyrir. Það hefði verið nær að breyta því húsnæði sem bærinn átti fyrir í stað þess að kaupa nýtt og gjörbreyta því. Þetta er röng forgangsröðun. Á meðan það er verið að hækka leikskólagjöld í bænum er eytt í þetta. Þau eru hæst hér á öllu landinu.“

Bæjarstjórn Garðabæjar fundar tvisvar í mánuði og hefur hingað til fundað í safnaðarheimilinu, en bæjarfulltrúum fjölgaði úr sjö í 11 fyrir um fimm árum síðan.

Þess má geta að kostnaðurinn slagar hátt í heildarverð braggans í Nauthólsvík, sem talinn er vera um 450 milljónir króna og hefur vakið hörð viðbrögð fólks, þar sem kostnaðurinn fór langt yfir áætlun og töldu ýmsir að eytt hefði verið í óþarfa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður

Stefnir í afar spennandi nótt hjá Brynjari – Er inni sem jöfnunarmaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Við höfum engan heillandi leiðtoga með sýn og það er okkur erfitt“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“

„Hægri eða vinstri? Röng spurning. Það þarf hvort tveggja“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni

Stefán Einar birtir kosningaspá sína – Telur að Píratar detti út og Sjálfstæðisflokkurinn taki fram úr Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“

Gógó Starr hjólar í Sigmund Davíð – „Mjög opinskátt hatursfullur í garð hinsegin- og trans fólks“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water

Samkomulag við Arion banka og Landsbankann um fjármögnun First Water