fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Stjörnu-Sævar hjólar í Stundina: „Búa til einhverja tilgangslausa gremju“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 17:05

Ljósmynd: Gassi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti stjörnufræðingur, Sævar Helgi Bragason, er afar ósáttur við Fréttaflutning Stundarinnar í dag. Stundin birti í dag frétt eftir Inga Frey Vilhjálmsson þar sem áberandi eru tveir efnisþættir: Annars vegar sú skoðun Friðriks Pálssonar hótelhaldara að laun séu orðin of há í ferðaþjónustunni og hins vegar sú staðreynd að fyrirtæki Friðiks, Hótel Rangá, hafi skilað 650 milljónun króna í hagnað frá árinu 2010 og greitt út 260 milljóna króna arð á tímabilinu.

Sævar deilir fréttinni á Twitter og skrifar:

„Frábært að það gangi vel á Hótel Rangá! Starfsfólkið fær fín laun (þekki það sjálfur) og gestir eru ánægðir. Friðrik hefur verið duglegur að nota hagnaðinn í að fjárfesta í hótelinu, breyta og bæta. Megi þessi góði árangur halda áfram“

Sævar skrifar jafnframt:

„Þessi uppbygging er til dæmis til mikillar fyrirmyndar í íslenskri ferðamennsku Friðrik hefur boðið meira en hundrað náttúrufræðikennurum í ókeypis fræðsluheimsóknir og í þriggja rétta máltíð og drykki í leiðinni. Það gera ekki allir svona vel við kennara“

Í deilingu Jóns Heiðars nokkurs á tísti Sævars kemur Sævar síðan aftur inn í ummæli og tónn hans í garð Stundarinnar harðnar mjög:

„Starfsfólkið er í alvöru á fínum launum og með fín auka fríðindi sem fæstir myndu kvarta yfir. Finnst svona fréttaflutningur út í hött

Til þess eins að búa til einhverja tilgangslausa gremju. Það sést vel í kommentunum undir fréttinni á Facebook síðu Stundarinnar. Þar eru snillingar sem eru engan veginn með staðreyndirnar á hreinu en „veit“ samt auðvitað best hvernig rekstur þessa hótels gengur fyrir sig“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“