fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Rowling hafði betur í deilum við Piers Morgan

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 19:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn J.K. Rowling og Piers Morgan eiga það sameiginlegt að tjá sig iðulega á Twitter. Þeim lenti saman á dögunum og menn eru á einu máli um að Rowling hafi þar unnið yfirburðasigur.

Morgan hefur nokkrum sinnum tekið upp hanskann fyrir Donald Trump við mismiklar vinsældir. Einn viðmælenda Morgan sagði honum nýlega í beinni sjónvarpsútsendingu að fara til fjandans og Rowling lýsti á Twitter yfir ánægju sinni með þau orð. Morgan svaraði strax og sagði hana vera yfirlætis- og hrokafulla.

Á Valentínusardaginn birti Rowling stutta lofgrein sem hafði verið rituð um hana. Þar var henni lýst sem metsöluhöfundi sem verndaði einkalíf sitt og hefði hvatt börn til að lesa og vera skapandi. „Vildi sá sem skrifaði þessi orð gefa sig fram, ég vil svo gjarnan þakka honum,“ sagði Rowling á Twitter. Morgan brást strax við og sakaði Rowling um að vera á ósvífinn hátt að vekja athygli á sjálfri sér með því að birta um sig lofgrein.

Málið fékk svo óvæntan snúning þegar athygli var vakin á því að Morgan væri höfundur umræddar greinar. Árið 2010 hafði hann gert lista yfir fræga Breta sem hann taldi að skiptu virkilegu máli í samfélaginu. Þá setti hann Rowling í 97. sæti.

Morgan svaraði því til að hann hefði allan tímann vitað að greinin væri eftir hann, en sagðist jafnframt furða sig á því að hann hefði á sínum tíma sett Rowling svo ofarlega á listann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu