Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að heimildamenn blaðsins óttist að kraftaverk þurfi til ef takast á að bjarga félaginu á þeim skamma tíma sem er til stefnu. Fram kemur að fáir, ef þá einhverjir, einkafjárfestar séu tilbúnir í þetta með svona skömmum fyrirvara án þess að hafa tækifæri til að grandskoða rekstur félagsins.
Tíminn vinnur ekki með WOW air en Samgöngustofa, sem veitir flugrekstrarleyfi, hefur fylgst náið með framvindu mála.
WOW air skuldar um 200 milljónir dollara að sögn Fréttablaðsins. Meðal skuldunauta félagsins eru lífeyrissjóðir, Arion banki, ISAVIA, skuldabréfaeigendur og leigusalar.