Gamanleikarinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, hefur glatt landann um árabil með gríni og glens í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og auglýsingum svo fátt eitt sé talið. Færri vita þó að Laddi lék í dönskum sjónvarpsauglýsingum á tíunda áratugnum.
Auglýsingar hafa nýlega dúkkað upp á YouTube og er það syni Ladda, Þórhalli Þórhallssyni, að þakka.
Í auglýsingunum má sjá Ladda í aðalhlutverki þar sem hann auglýsir fyrir danska stórsímafyrirtækið Tele Danmark. Árið 2000 var nafni fyrirtækisins breytt í TDC og tengist sú nafnabreyting ekki gríni Ladda.
Í annarri auglýsingunni má sjá Ladda í kvenmannshlutverki
Og í hinni leikur hann ásamt hljómborðsleikaranum Søren Rasted úr hljómsveitinni Aqua, en hann leikur barnabarn Ladda.