fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Rússneskir hermenn komnir til Venesúela

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 05:59

Rússneskir hermenn á flugvellinum í Caracas. Mynd:Twitter/Steve Hanke

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn komu til Caracas, höfuðborgar Venesúela, um helgina. Embættismenn í stjórn Nicoloás Maduro, sem telur sig réttkjörinn forseta landsins, segja að Rússarnir séu komnir til að ræða viðhald á tækjum hersins, þjálfun og taktík.

Ríkin tvö eru bandalagsríki og styðja Rússar stjórn Maduro og fara ekki leynt með það. Nokkur hernaðarsamvinna hefur verið á milli ríkjanna.

Javie Mayorca, blaðamaður, tísti á laugardaginn um að rússnesk herflutningavél með hernaðartól hafi komið til Caracas. Hann sagði að um 100 hermenn hafi komið ásamt um 35 tonnum af búnaði í tveimur flugvélum.

Hermenn úr þjóðvarðliði Venesúela tóku sér stöðu við vélarnar tvær um leið og þær lentu.

Maduro hefur hafnað kröfum Bandaríkjanna og margra annarra ríkja um að hann láti af embætti. Hann sakar Bandaríkin um að bera ábyrgð á því hörmungarástandi sem ríkir í landinu. Þar er óðaverðbólga, algjör óstjórn á efnahagsmálum og skortur á öllum nauðsynjum á borð við mat og lyf. Rúmlega þrjár milljónir landsmanna hafa flúið land.

Helstu bandamenn Maduro eru Rússar og Kínverjar en bæði ríkin hafa lánað stjórn Maduro milljarða dollara til að styrkja ríkisstjórn hans.

Rússar hafa opinberlega lagst gegn kröfum Bandaríkjanna um að Maduro láti af embætti og viðurkenni Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem réttmætan forseta landsins.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að ekkert sé útilokað í málefnum Venesúela, þar á meðal hernaðaraðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“