fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Náttúruperla orðin að ruslahaug – Atli sneri frá með sorg í hjarta

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. mars 2019 16:30

Athygli er vakin á því að myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamennska er fólki í blóð borin, viljinn til að heimsækja nýja staði og fara heim með dýrmætar minningar og reynslu í farteskinu. Hins vegar er víða pottur brotinn og margir ferðamenn kjósa að skilja eftir meira en fótspor á staðnum sem þeir heimsækja.
 
Atli Sigurðarson birti í gær myndir í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook, sem hann gaf DV góðfúslega leyfi til að birta. Á þeim sést að ferðamenn sem heimsækja Seljavallalaug skilja eftir sig meira en fótspor. Klefar staðarins eru fullir af rusli: handklæðum og sundfötum sem skilin eru eftir blaut, einnota drukkjarumbúðum og öðru rusli.
Svona var aðkoman í gær.
 
„Ég á margar góðar minningar frá þessari laug. Ég var í sveit í Fljótshlíðinni sumarið 1973. Var mjög heppinn með það að bóndinn á bænum var mikið fyrir að fara í sund og við fórum þá að minnsta kosti einu sinni í viku í Seljavallalaug til að synda. Var að verða 13 ára þetta sumar,“ segir Atli í samtali við DV. „Hef síðan farið alltaf öðru hvoru í laugina „mína“ í gegnum árin. Fór í gær ásamt kærustu minni til að upplifa góðar minningar eins og svo oft áður, en fór frá lauginni með sorg í hjarta.“
 
Í athugasemdum við færslu Atla má sjá að margir eru sama sinnis og hann og hafa upplifað sömu aðkomu að Seljavallalaug. Vilja margir kenna ferðaþjónustufyrirtækjum um sem ferja ferðamenn að staðnum án nokkurra leiðbeininga um umgengi á staðnum. Leggja nokkrir til að aðstaða verði byggð á staðnum með starfsmanni og gjald verði tekið fyrir notkun.
 
„Það eru gömul sannindi að „rusl safnar rusli.“ Mér féllust einfaldlega hendur í gær og veit hreinlega ekki hvað væri best að gera í stöðunni,“ segir Atli við DV. „Mig myndi samt langa að stofna hollvinasamtök um þessa laug í samráði við heimamenn. Það má þó nefna það að það eru svo sem engin skilti á svæðinu til að leiðbeina fólki með eitt og annað svo sem að taka allt með sér til baka sem það kemur með sér á svæðið. En það er greinilegt að mjög margt fólk sýnir þessum stað enga virðingu, því miður.“
Uppfært kl. 19.50

Fyrr í dag, kl. 17.51 skrifaði Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands athugasemd við færslu Atla sem hljóðar svo: „Um er að ræða friðlýstan minjastað í umsjón okkar hjá Minjastofnun Íslands. Ég vissi ekki um þetta ástand og biðst afsökunar á því hvað okkur varðar. Við munum bregðast við því strax og gera ráðstafanir til að tryggja að staðnum sé sýndur sómi í framtíðinni. Bæði hvað varðar merkingar, eftirlit og snyrtimennsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“