fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Undirbúa sig undir að stýra aðgerðum úr kjarnorkubyrgi vegna „no deal“ Brexit

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búist er við mikilli ringulreið á Bretlandseyjum þegar og ef Brexit verður að veruleika ef samningar hafa ekki náðst áður við ESB um útgönguna. Víðtækra áhrifa mun væntanlega gæta ef svo fer og má reikna með að áhrifin nái allt frá skólastarfi til bensínafgreiðslu. Breski herinn hefur unnið að gerð viðbragðsáætlunar vegna þessa og er hún tilbúin. Nú hefur stórnstöð hersins vegna þessa verið virkjuð en hún er staðsett í leynilegu kjarnorkubyrgi í Lundúnum.

Meðal þeirra aðgerða sem gripið verður til þegar og ef Brexit verður að veruleika er að öll umferð einkabíla á M20 hraðbrautinni í Kent verður bönnuð. Þar mega aðeins flutningabílar og ökutæki viðbragðsaðila á borð við lögreglu og sjúkraliðs aka.

Um 200 hermenn verða til taks víða um land til að flytja bensín til bensínstöðva til að koma í veg fyrir eldsneytisskort.

Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í viðbragðsáætlun við útgöngu Breta úr ESB án þess að samningur um útgönguna liggi fyrir, svokallað „no deal“ Brexit.

En það eru ekki bara herinn og stjórnvöld sem undirbúa sig undir „no deal“ Brexit því einkafyrirtæki eru einnig að gera það og vinna nú hörðum höndum að því að fylla birgðageymslur sínar.

„No deal“ mun hafa í för með sér ringulreið því Bretar þurfa að flytja ýmsar vörur inn, ekki síst matvörur, sem þeir framleiða ekki nóg af sjálfir. Á degi hverjum koma mörg þúsund flutningabílar yfir Ermasund og undir það, í gegnum Eurotunnel og með ferjum, með vörur. 88 prósent af þessum flutningabílum er síðan ekið eftir M20 hraðbrautinni til Lundúna. Þessi mikla umferð gengur vel og átakalaust í dag vegna hinna opnu landamæra ESB en ef „no deal“ verður raunin verður að taka upp landamæraeftirlit og þar með tollaeftirlit þegar Brexit brestur á. Eftirlit tekur tíma og ef tveimur mínútum verður varið í eftirlit með hverjum flutningabíl hefur það í för með sér 27 km langa röð á M20.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“