Michael Keenan, ráðherra, segir að greiðsla meðlags sé ekki valfrjáls heldur siðferðileg og lagaleg skylda. Þeir sem víki sér undan þessari skyldu sinni svíki börn sín um betra líf. Skilaboð ríkisstjórnarinnar séu skýr: Ef þú hefur efni á að ferðast til útlanda hefur þú einnig efni á að borga meðlag.
Frá 1. júlí á síðasta ári til ársloka tókst að innheimta sem nemur um 1,3 milljörðum íslenskra króna í vangreidd meðlög með þessari aðferð. Eitt foreldri greiddi til dæmis upp skuld sína sem nam sem svarar til tæplega 16 milljóna íslenskra króna eftir að ferðabann var sett á viðkomandi.