fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Fyrrum kærasti Birnu: „Hún átti auðvelt með að blanda geði við ókunnuga“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 21:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún sagði mér að henni langaði til að þekkja einhvern í hverju landi og fara svo að heimsækja þá alla,“ segir Andrew Morgan, fyrrverandi kærasti Birnu Brjánsdóttur. Fjallað er ítarlega um andlát Birnu á vef New York Times nú í kvöld en fram kemur að málið hafi vakið upp mikinn óhug hjá „fámennri norræni þjóð þar sem lögreglan gengur ekki um með byssur og morð eru með eindæmum sjaldgæf.“ Þá kemur fram að andlát Birnu sé áfall fyrir íslensku þjóðina en hafi jafnframt þjappað Íslendingum saman.

Andrew Morgan, fyrrverandi kærasti Birnu er háskólanemi og búsettur í Utah fylki en hann og Birna kynntust þegar Andrew var staddur í fríi á Íslandi síðastliðið sumar. Hann segir Birnu síðar hafa komið í heimsókn til hans til Bandaríkjanna en þau hafi síðar ákveðið að taka ekki upp fjarsamband og vera þess í stað bara vinir.
Morgan minnist Birnu með hlýhug, líkt og aðrir vinir hennar sem þekktu hana vel, en Birna var heilsteypt og gefandi. Góðhjörtuð, vildi öllum vel en stóð á sínu.

Hann segir Birnu hafa átt auðvelt með að blanda geði við ókunnuga, og að þau tvö hafi oft gengið saman upp Laugaveginn seint að kvöldi. Þá kveðst hann hafa áminnt Birnu fyrir að ganga stundum ein heim en Birna hafi sagt að það væri í góðu lagi. Kveðst Morgan ekki hafa verið sammála, enda frá Bandaríkjunum.

Þá segir Morgan að hann geti varla fengið sig til að skoða upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna Birnu ganga upp Laugaveginn að morgni 14. janúar, rétt áður en hún hverfur.

„Ég hef bara einu sinni litið á þær.“

Útför Birnu Brjánsdóttur fór fram þann 3.febrúar síðastliðinn.
Útför Birnu Brjánsdóttur fór fram þann 3.febrúar síðastliðinn.

Í grein New York Times er einnig vitnað í Yrsu Sigurðardóttur rithöfund sem líkir hvarfi Birnu við söguþráð í norrænni glæpasögu og segir íslenska þjóð glíma við djúpa sorg. Hingað til hafi Íslendingar aðeins fengið að kynnast slíkum morðmálum í gegnum skáldskap. Glæpasagnahöfundurinn kveðst sjálf hafa átt erfitt með að einbeita sér að skrifum undanfarið.

„Hún var bara saklaus stúlka á gangi niður götu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins