Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í Evrópu er lokaður í stærstu deildunum en slúðrið heldur áfram að rúlla.
Hér má sjá pakka dagsins.
Manchester United hefur blandað sér í baráttuna um Callum Hudson-Odoi, 18 ára gamlan leikmann Chelsea. (Mail)
United þarf að borga 130 milljónir punda ef félagið vill fá Kalidou Koulibaly frá Napoli í sumar. (Mail)
Manchester City er tilbúið að borga 85 milljónir punda fyrir varnarmanninn Milan Skriniar hjá Inter Milan. (Calciomercato)
Everton hefur spurt Lille út í framherjann Rafael Leao sem er 19 ára gamall og er mikið efni. (Mail)
Bournemouth vill fá 34 milljónir punda fyrir varnarmanninn Nathan Ake í sumar en hann er á óskalista Napoli. (Calciomercato)
Inter Milan hefur enn áhuga á að fá Ivan Rakitic frá Barcelona í sumar. (Gazetta dello Sport)