fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Ofurlaun Gunnars Smára gagnrýnd: „Já, sumir eru jafnari en aðrir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. mars 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptablaðið gagnrýnir sósíalistaforingjann Gunnar Smára Egilsson undir nafnlausum dálki í dag, . Er dregin upp sú mynd að Gunnar Smári sé duglegur að kasta grjóti úr glerhúsum, í gagnrýni sinni á ofurlaun í samfélaginu, þar sem hann sjálfur hafi verið á ofurlaunum er hann gegndi forstjórastöðu Dagsbrúnar.

Í pistlinum segir:

„…þrátt fyrir að Gunnar Smári segist stundum ekki tengjast verkalýðshreyfingunni neitt, þá var það hann sem kynnti sniðgöngu verkalýðsins á verslunum Haga og tók svo til við að átelja Finn Árnason forstjóra fyrir að fá ríflega 5 milljónir í launaumslagið meðan kassafólkið fengi 270 þúsund og bar svo saman lífskjör þess og Finns með ýmsum hætti. Þegar þáttarstjórnandi nefndi að óþarfi væri að útmála hann sem óvin og illmenni færðist Gunnar Smári hins vegar allur í aukana og bar Finn saman við sakborninga í Nürnberg forðum tíð!“

Þá er minnst á ársskýrslu Dagsbrúnar frá árinu 2005, þar sem árslaun Gunnars Smára eru birt, alls 31,4 milljónir, sem að núvirði teljast 60 milljónir, eða fimm milljónir á mánuði.

„Af hverju bar hann það ekki saman við launin hans Finns? Eða upplýsti hvað blaðburðarbörnin fengu í sinn hlut á velmektardögum hans í Dagsbrún. Annars má svo sem ræða kjör fleiri þessa dagana. Týr rakst þannig á auglýsingu Eflingar, þar sem tíunduð voru ýmis skilyrði fyrir því að verkafólk fengi greitt úr verkfallssjóði félagsins, sem það þó á og hefur greitt í: „Hógvær krafa um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum verður gerð fyrir úthlutun.“ Já, sumir eru jafnari en aðrir,“

segir í Viðskiptablaðinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum

Sakar Reykjavíkurborg um að draga lappirnar varðandi viðbrögð við rafhjólaslysum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við

Segir sigur Kristrúnar og Samfylkingarinnar geta orðið mun stærri en búist er við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur

Kristrún óskar Starmer til hamingju með sögulegan sigur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“

Gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og líkir við hræddan strút – „Hefur sýnt að hinn almenni borgari getur étið það sem úti frýs“