fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Lést eftir að hafa óvart skotið sjálfan sig við tökur á tónlistarmyndbandi

Fókus
Föstudaginn 22. mars 2019 09:07

Justin Carter var aðeins 35 ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kántrísöngvarinn Justin Carter er látinn. Justin var aðeins 35 ára þegar hann lést.

Justin lést eftir að hafa verið skotinn með byssu sem var notuð sem leikmunur á setti fyrir tónlistarmyndband hans í Texas. ABC 13 greinir frá.

Móðir hans, Cindy McClellan, sagði við Fox News að Justin væri að taka upp tónlistarmyndband í Houston síðasta laugardag þegar byssa í vasanum hans „hleypti af skoti sem fór í augað á syni mínum.“

„Hann var yndislegur tónlistarmaður. Hann var röddin, hann var allur pakkinn og við erum að reyna að halda goðsögn hans [lifandi],“ sagði Cindy um son sinn.

„Hann var yndisleg manneskja. Mjög ástríkur og elskaði okkar Guð mjög mikið. Hann var með biblíu í herberginu sínu, frammi og eina í jeppanum sínum. Hann gaf til góðgerðamála.“

Skyndilegur dauði Justins kemur mörgum á óvart. Justin var að ná miklum vinsældum og var rísandi kántrístjarna. Hann var tiltölulega nýbúinn að fara á samning við útgáfufyrirtækið Triple Threat Management. Hann gaf út lagið Love Affair í byrjun mánaðarins.

„Justin hafði burði til að verða, í okkar huga, og margra annarra, næsti Garth Brooks,“ sagði Mark Atherton hjá Triple Threat Management.

Á sunnudaginn var fallegum skilaboðum deilt á Instagram-síðu söngvarans.

https://www.instagram.com/p/BvGuekZhmwd/?utm_source=ig_embed

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“