Kántrísöngvarinn Justin Carter er látinn. Justin var aðeins 35 ára þegar hann lést.
Justin lést eftir að hafa verið skotinn með byssu sem var notuð sem leikmunur á setti fyrir tónlistarmyndband hans í Texas. ABC 13 greinir frá.
Móðir hans, Cindy McClellan, sagði við Fox News að Justin væri að taka upp tónlistarmyndband í Houston síðasta laugardag þegar byssa í vasanum hans „hleypti af skoti sem fór í augað á syni mínum.“
„Hann var yndislegur tónlistarmaður. Hann var röddin, hann var allur pakkinn og við erum að reyna að halda goðsögn hans [lifandi],“ sagði Cindy um son sinn.
„Hann var yndisleg manneskja. Mjög ástríkur og elskaði okkar Guð mjög mikið. Hann var með biblíu í herberginu sínu, frammi og eina í jeppanum sínum. Hann gaf til góðgerðamála.“
Skyndilegur dauði Justins kemur mörgum á óvart. Justin var að ná miklum vinsældum og var rísandi kántrístjarna. Hann var tiltölulega nýbúinn að fara á samning við útgáfufyrirtækið Triple Threat Management. Hann gaf út lagið Love Affair í byrjun mánaðarins.
„Justin hafði burði til að verða, í okkar huga, og margra annarra, næsti Garth Brooks,“ sagði Mark Atherton hjá Triple Threat Management.
Á sunnudaginn var fallegum skilaboðum deilt á Instagram-síðu söngvarans.
https://www.instagram.com/p/BvGuekZhmwd/?utm_source=ig_embed