fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Pressan

Þetta er ein stærsta ógnin sem steðjar að mannkyninu – Stærri en loftslagsbreytingarnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 07:02

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er stærsta vandamálið og það sem mest liggur á að takast á við fyrir umhverfið og lýðheilsu.“ Þetta segir Andrew Wheeler, yfirmaður bandarísku umhverfisstofnunarinnar EPA, um gæði drykkjarvatns í heiminum, skort á hreinu vatni, mengun heimshafanna og aðgengi fólks að hreinlætisaðstöðu.

Samkvæmt frétt ABC News þá segir Wheeler að þetta vandamál sé svo slæmt að það sé verra en loftslagsbreytingarnar.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 2,5 milljarðar manna ekki aðgang að nægilega hreinu drykkjarvatni. Áætlaður kostnaður við að koma þessu í betra horf er áætlaður rúmlega 700 milljarðar dollara.

Áhrif loftslagsbreytinganna koma smátt og smátt í ljós og vitað er að þær munu hafa mikil áhrif í framtíðinni. En vandamálin með vatnið blasa við nú þegar.

„Flestar hætturnar af völdum loftslagsbreytinga koma ekki fram fyrr en eftir 50 til 75 ár. Í umræðunni um umhverfis- og loftslagsmál er vatn oft í öðru sæti. Það er kominn tími til að breyta því.“

Sagði Wheeler á ráðstefnu í Washington á miðvikudaginn í tilefni World Water Day.

„Það er þörf fyrir að við gerum eitthvað fyrir þær milljónir manna sem deyja ár hvert vegna skorts á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Við verðum að gera eitthvað við mengun sjávar. Ég tel að við getum gert þetta um leið og við gerum eitthvað við þeim áskorunum sem ógna okkur í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“

Voru morðbræðurnir elskhugar? – „Þetta er ekkert annað en sárar ærumeiðingar“
Pressan
Í gær

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið

Karlar – Hvaða áhugamál eigið þið? – Þetta finnst konum minnst kynþokkafulla áhugamálið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar

Svartbjörn réðst á fullorðinn mann – Þá kom 12 ára sonurinn til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli – „Þetta er ekki ég!“