fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Minni líkur á að Evrópubúar og Bandaríkjamenn fái elliglöp en áður

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Harvard School of Public Healt þá hafa líkurnar á að fólk greinist með elliglöp minnkað um 15 prósent á hverjum áratug undanfarna þrjá áratugi. Rannsóknin náði til 60.000 manns.

The Independent skýrir frá þessu. Niðurstöðurnar voru kynntar á miðvikudaginn á ráðstefnu í Bretlandi. Fram kom að minni reykingar eigi hér stóran hlut að máli.

„Karlar njóta sérstaklega góðs af minni reykingum. Þrátt fyrir að margir séu kannski hættir að reykja vegna hættunnar á að þeir fái krabbamein og hjartasjúkdóma þá minnkar það einnig líkurnar á elliglöpum.“

Er haft eftir Albert Hofman hjá farsóttafræðadeild Harvard háskóla.

Carol Routledge, forstjóri bresku alsheimerssamtakanna, sagði að það hjálpi fólki að halda góðri andlegri virkni ef það hreyfir sig reglulega, reynir á heilann og drekkur ekki of mikið áfengi. Auk þess sé fjölbreytt mataræði einnig mikilvægur þáttur til að viðhalda andlegri getur eftir því sem aldurinn færist yfir.

Albert Hofman benti á að það sé rétt að hafa í huga að hætta sé á að þessi jákvæða þróun snúist við í takti við að sífellt fleiri glíma við offitu og sykursýki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga