KEA hefur hafið framleiðslu á lakkrísskyri. Mbl.is skúbbar þessu á vefsíðu sinni í dag. Þar segir að framleiðsla hafi hafist á skyrinu eftir fjölmargar fyrirspurnir.
Óhætt er að segja að Íslendingar séu sólgnir í lakkrís en vörur sem innihalda lakkrís röðuðu sér í efstu sætin á lista yfir vinsælasta sælgæti landsins, í könnun sem Vísir gerði 2014 varð þristur hlutskarpastur í vali á besta sælgætinu en fylltar lakkrísreimar, Djúpur, Draumur og lakkrískonfekt, Stjörnurúllur og Kúlu-súkk voru í efstu sætunum.
Fram kemur á MBL að notast sé við sætugjafann stevíu í skyrinu, auk sykurs.