Búgarðurinn hefur verið til sölu um hríð en það er ekki á færi hvers sem er að kaupa hann enda er hann risastór og kostar marga dollara. Nýlega var verðið lækkað um tvo þriðju í þeirri von að það myndi auðvelda söluna en það virðist ekki ætla að ganga eftir.
Líkurnar á að búgarðurinn seljist eru nú taldar svo litlar að sérfræðingar á fasteignamarkaði telja að rífa þurfi búgarðinn niður til grunna.
Segja kunnugir að áhuginn væntanlegra kaupenda á búgarðinum sé nánast enginn og því útséð með að hægt verði að selja hann.
Um er að ræða 2.700 ekru búgarð sem fæst fyrir litlar 31 milljón dollara í dag eftir verðlækkun en verðið var áður 100 milljónir.
Ásakanirnar sem Wade Robson og James Safechuch settu fram á hendur Jackson í Leaving Neverland hafa ekki aukið áhuga fólks á að eignast búgarðinn en þeir segja báðir að Jackson hafi nauðgað þeim á búgarðinum þegar þeir voru sjö til ellefu ára gamlir.
Sérfræðingar telja að líklega geti eigendur búgarðsins ekki gert neitt annað en að láta rífa hann og byggja aftur á landareigninni því hún sé í sjálfu sér eftirsótt. Með þessu geti þeir lágmarkað tap sitt.