fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ofurbakteríur ógna Alþjóðlegu geimstöðinni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. mars 2019 05:59

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættulegar bakteríur hafa tekið sér bólfestu í Alþjóðlegu geimstöðinni ISS. Þetta eru auðvitað ekki góð tíðindi þar sem geimfarar þurfa að búa við þetta. Bakteríur eru hæfileikaríkar og hafa aðlagað sig vel að erfiðum aðstæðum í geimnum. En nú hafa vísindin fundið leið til að sigra þær.

Geimferðir geta gert meinlausar bakteríur að sjúkdómsvaldandi bakteríum. Það er ekki á geimfarana bætandi því þeir búa við andlegt og líkamlegt álag og eru í umhverfi þar sem þeir verða fyrir geimgeislun og eru í nær algjöru þyngdarleysi. Þetta gerir þá viðkvæma fyrir sýkingum.

Á meðan geimfarar verða veikburða við dvöl í geimnum styrkjast bakteríur og auka ónæmi sitt gegn sýklalyfjum. Ekki nóg með það því bakteríurnar hafa hæfileika til að styrkjast við erfiðar aðstæður og þessir hæfileikar geta breiðst út á milli mismunandi baktería og þannig myndast enn fleiri slæmar bakteríutegundir.

Í varúlfamyndum er silfur nánast það eina sem dugir til að stöðva þessi óargardýr. En silfur virðist einnig bíta á bakteríum. Öldum saman hefur það verið notað til að vinna á bakteríum og er í dag notað í lækningaskyni auk ýmislegs annars. Það er einnig notað til að koma í veg fyrir að bakteríur nái að skjóta rótum. En það er kannski ákveðin kaldhæðni fólgin í því þar sem það getur verið ástæða fyrir því að bakteríur verða harðgerari.

En vísindamenn við Berlínarháskóla hafa nú þróað aðferð til að nota silfur til að vinna á bakteríum. Þeir blanda því saman við annað frumefni, ruthenium. Þessi blanda vinnur á nær öllum tegundum baktería. Nú er búið að maka svona blöndu á flöt í geimstöðinni, sem var þakinn bakteríum. Það voru klósettdyrnar. Blandan svínvirkaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin