fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Tertan endurspeglar fermingarbarnið

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 8. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Elín María Nielsen og Jón Rúnar Arilíusson hafa rekið bakaríið og konditori Kökulist samfleytt frá árinu 2008. Árið 2015 keyptu þau Valgeirsbakarí í Reykjanesbæ og síðan þá hafa þau bakað gómsæti ofan í gesti og gangandi. Jón er bæði konditor og bakari, en um er að ræða tvær ólíkar starfsgreinar. Konditoriðnin er meira um konfektgerð, tertur, ísgerð og fleira í þeim dúr á meðan bakarinn er meira í brauðum og sætabrauði. Í Kökulist og Valgeirsbakaríi í Reykjanesbæ er þessum tveimur greinum blandað saman og er þar að finna glæsilegt úrval af gómsætum sykur-, fitu- og gerlausum brauðum, ljúffengu sætabrauði, dásamlegu konfekti og dýrindis tertum.

Jón er vægast sagt með margar rósir í hnappagatinu á bakara- og konditorisviðinu. Hann hefur meðal annars tekið þátt og sigrað í ýmsum virtum matreiðslukeppnum, setið í stjórn ýmissa félaga innan bakara- og konditoribransans, hlotið orður og viðurkenningar fyrir störf sín og miðlað visku sinni með kennslu.

Kökulist og Valgeirsbakarí sjá um fermingarveislur

Nú er fermingartíð á næsta leiti og ekki seinna vænna að fara að skoða lausnir varðandi fermingarveislur. Sumir vilja sjá um allt sjálfir og kaupa kannski eina marsípantertu til að kóróna veisluborðið. Aðrir vilja eiga frí þennan dag og kjósa að ráða veisluþjónustu. Hvort sem það vantar einfalda kaffiveislu, allsherjar fermingarveisluhlaðborð með heitum réttum, súpum, brauðtertum, heitum brauðréttum, snittum, hnallþórum, handgerðu konfekti og kransaköku eða bara eina marsípantertu til að kóróna hlaðborðið, þá bjóða bæði bakaríin upp á hvort tveggja og allt þar á milli.

Fermingartertan endurspeglar fermingarbarnið

Það mikilvægasta í hverri fermingarveislu, fyrir utan fermingarbarnið sjálft, er líklega fermingartertan. Hún þarf fyrst og fremst að vera bragðgóð, en þó er ekki síður mikilvægt að hún sé eitthvað fyrir augað. Svo skemmir ekki fyrir ef hún endurspeglar fermingarbarnið að einhverju leyti. Kökulist og Valgeirsbakarí bjóða upp á sérhannaðar fermingartertur sem framreiddar eru í stíl við þema og útlit veislunnar og endurspegla áhugamál fermingarbarnsins.

Það falla allir fyrir kransakökunni

Kransakakan er síður en svo dottin úr tísku og stendur ætíð fyrir sínu. Kökulist og Valgeirsbakarí framreiða dýrindis kransakökur eftir ströngustu hefðum danska konungdæmisins. Þessir mjúk-seigu glassúrskreyttu marsípanhringir eru ætíð ómótstæðilegir og kóróna örugglega hvert veisluhlaðborð.

Kökulist er staðsett í Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar.
Sími: 555-6655 eða 662-5552.
email: kokulist@kokulist.is.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Kökulistar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“