fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Þessi dásamlega saga sýnir að máttur manngæskunnar er mikill

Hope var í raun vart hugað líf fyrir ári síðan

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að framtíðin hafi ekki verið sérstaklega björt fyrir þennan unga dreng þegar Anja Ringgren Loven rambaði á hann fyrir rúmu ári. Anja Ringgren er Dani sem að stóru leyti hefur helgað líf sitt að létta fátækum börnum í Nígeríu lífið.

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir var drengurinn, sem kallaður er Hope, eða Von á íslensku, illa haldinn af vannæringu. Foreldrar hans höfðu yfirgefið hann af þeirri ástæðu að þeir trúðu því að hann væri haldinn illum öndum og göldróttur.

Kátur og byrjaður í skóla.
Flottur Kátur og byrjaður í skóla.

Fjallað var um málið á síðasta ári og birtist mynd af honum í þessari umfjöllun DV.is.

Þar kom fram að Hope hefði náð talsverðum bata á tiltölulega skömmum tíma en í vikunni birtust myndir af honum þar sem hann var að gera sig reiðubúinn undir fyrsta skóladaginn sinn. Óhætt er að segja að Hope sé við góða heilsu eins og þessar myndir sýna.

Það var fyrir ári, eða í janúar 2016, sem Anja rambaði á drenginn í Nígeríu. Þar hefur hún, eins og að framan greinir, verið til að sinna góðgerðarstarfi. Meðfylgjandi myndir tók Anja fyrir skemmstu og hafa þær vakið mikla athygli.

Þegar Anja fann drenginn á sínum tíma var hann munaðarlaus og bjó á götunni. Í kjölfarið birti hún myndir af honum og sagði sögu hans í þeirri von að einhverjir góðhjartaðir gætu séð af fáeinum aurum til að borga fyrir læknisþjónustu sem hann þurfti á að halda. Óhætt er að segja að beiðni Önju hafi vakið mikil viðbrögð og söfnuðust rúmlega milljón Bandaríkjadalir, rúmar hundrað milljónir króna.

Þetta gerði það að verkum að Hope fékk bestu mögulegu læknisaðstoð. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Anja rekur góðgerðarsamtökin African Children‘s Aid Education and Development Foundation og reka samtökin meðal annars heimili fyrir munaðarlaus börn þar sem þau fá menntun, húsaskjól, mat og félagsskap frá öðrum börnum. Hope býr á einu slíku heimili í Nígeríu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“