fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dómsdags loftsteinninn Bennu eykur hraðann – Lendir hugsanlega í árekstri við jörðina

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 17:30

Bennu. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinnin Bennu er á lista bandarísku geimferðastofnunarinnar yfir loftsteina sem hugsanlega geta lent í árekstri við jörðina. Hann er enginn smásmíði því hann er um 510 metrar að lengd eða á stærð við Sears Tower í Chicago. Stjörnufræðingar segja að Bennu auki nú hraða sinn.

Bennu ferðast um geiminn á um 100.000 km/klst.  Hann snýst um sjálfan sig og tekur einn snúningur 4,3 klukkustundir. Vísindamenn hjá NASA segja að snúningshraði Bennu aukist nú um 1 sekúndu á hverjum 100 árum. Loftsteinninn er því einni sekúndu fljótari að snúast um sjálfan sig en fyrir 100 árum.

Þetta virðist ekki ýkja merkilegt en á löngum tíma getur þetta haft miklar afleiðingar. Eftir því sem snúningshraðinn eykst gætu hlutar Bennu losnað af honum eða hann jafnvel sprungið í loft upp.

Vísindamenn telja líkurnar á að Bennu lendi í árekstri við jörðina á milli 2175 og 2199 vera 1 á móti 2.700. Sem sagt ekki miklar líkur en samt sem áður eru þær fyrir hendi. Ef hann rekst á jörðina er áætlað að sprengikrafturinn væri 1.200 megatonn en það jafnast á við 80.000 kjarnorkusprengjur eins og varpað var á Hiroshima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga