Líkt og alþjóð veit þá mun Hatari keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár með lag sitt Hatrið mun sigra. Keppir Ísland í forkeppni á fyrra kvöldinu 14. maí og eru margir veðbankar og aðdáendur sem spá Íslandi sigri í ár.
Þær systur sauma einnig mikið út og hafa þær nú fært Hatara á nýtt stig og útbúið útsaumsmynstur. Þannig að núna geta áhugasamir saumað, perlað eða búið til mósaíkverk af Hatara.
„Hatara útsaums-munstrið er tilbúið! Fyrir alla krakka, konur og kalla. Endilega breyta og bæta við munstrið; eldtungur, diskókúlur, Palestínski fáninn! Möguleikarnir eru endalausir,“ segja þær systur og benda jafnfram á að hægt er að nota munstrið til að perla eftir því og gera mósaík listaverk.
Þær systur eru báðar vanar útsaumi. „Við saumum báðar út, yfirleitt í sitt hvoru lagi en höfum gert nokkur samvinnuverkefni,“ segir Sigríður í samtali við DV. „Mamma Klemensar var fyrst til að fá munstrið.“
Þessa mynd var saumuð til heiðurs Lemmy, Ian Fraser Kilmister, söngvara og stofnanda Motörhead.
Aðspurð um í hvaða sæti Ísland mun lenda í ár svarar Sigríður því að hún spái Íslandi öðru sæti.
„Er samt ekki búin að hlusta á hin lögin, ég er ein af þeim sem ætlaði að sniðganga keppnina í ár.“
„Við erum með ágætt textíl safn heima til dæmis riddarateppi eftir ömmu systur minnar. Ég er með nokkur tónlistartengd verk í viðbót.“
Þetta munstur gerðu systurnar handa vinkonu sinni í fyrra. „Við erum saman í júró nörda klúbbi.“
Hægt er að nálgast pdf-útgáfu af Hatara með því að senda þeim systrum skilaboð á Facebook eða með því að senda tölvupóst á fokus@dv.is.