fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Aðeins Ísland er friðsælla en Nýja-Sjáland

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 07:59

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum 50 árum hafa 20 hryðjuverkaárásir verið gerðar á Nýja-Sjálandi. En Nýsjálendingar upplifðu á föstudaginn mannskæðasta hryðjuverk sögunnar þar í landi þegar ástralskur hægriöfgasinni myrti 50 manns í tveimur moskum í Christchurch. Landið hefur hingað til verið talið eitt öruggasta og friðsælasta land í heimi, aðeins Ísland er talið friðsælla og öruggara.

Sky skýrir frá þessu og vitnar í Global Peace Index 2018 sem er úttekt gerð á vegum Institute for Economics and Peace. Á eftir Nýja-Sjálandi koma Austurríki, Portúgal og Danmörk. Sýrland vermir neðsta sætið og þarf það ekki að koma á óvart en landið hefur verið í því sæti undanfarin fimm ár.

Í sætunum fyrir ofan Sýrland eru Afganistan, Suður-Súdan, Írak og Sómalía.

Úttektin nær til 163 landa og er horft til 23 mismunandi þátta við útreikninginn. Þar á meðal eru ofbeldisbrot, aðgengi að vopnum og áhrif hryðjuverka.

Í gögnum frá the Global Terrorism Database, sem ná aftur til 1970, kemur fram að 20 hryðjuverkaárásir hafa verið framdar á Nýja-Sjálandi síðan þá. Ein sú umtalaðasta var 1985 þegar liðsmenn frönsku leyniþjónustunnar sökktur skipi frá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace þegar það lá í höfn í Auckland. Samtökin ætluðu að senda skipið til að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka í Kyrrahafi. Einn drukknaði þegar skipinu var sökkt.

David Lange, þáverandi forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði þá að um væri að ræða „ríkisrekið hryðjuverk“.

Annað mál sem stendur út úr er frá 1984 en þá lést einn maður þegar sprengja, sem var í ferðatösku, sprakk í höfuðstöðvum stéttarfélags í Wellington. Það mál er óleyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti