fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
FókusKynning

Bjóða ókeypis skoðun á raflögnum og gera tilboð í úrbætur

Kynning

Rafsól: Sérhæfðir í endurnýjun raflagna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Rafsól starfa fimm þrautþjálfaðir rafvirkjar undir handleiðslu löggilts rafverktaka. Þjónustusvið Rafsólar sinnir öllum verkum hvort sem er stórum eða smáum, allt frá því að skipta út ljósaperum til uppsetningar á flóknum dyrasímakerfum. Baldur Hannesson, annar eigenda fyrirtækisins, segir Rafsól bjóða upp á ókeypis skoðun á raflögnum og gerir tilboð í úrbætur. „Þessi þjónusta er viðskiptavinum algjörlega að kostnaðarlausu og án skuldbindinga,“ segir Baldur.

Áratuga reynsla og vönduð vinnubrögð

Starfsmenn Rafsólar hafa áratuga reynslu og hafa sérhæft sig í endurnýjun raflagna í gömlum húsum, uppsetningu rafmagnstaflna, lögnum fyrir netkerfi og uppsetningu dyrasímakerfa. Rafsól leggur mikið upp úr vönduðum vinnubrögðum og þjónustar stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga á margvíslegan hátt. „Við erum með vel yfir 30 ára reynslu. Til að byrja með vorum við alltaf í nýbyggingum en á seinni árum höfum við einbeitt okkur að því að endurnýja raflagnir því nóg er að gera í því,“ segir Baldur. „Það margborgar sig að endurnýja gamlar rafmagnstöflur. Gamlar og illa farnar rafmagnstöflur geta verið hættulegar, ekki síst ef þær eru úr tré eða staðsettar inni í skápum þar sem nóg er um eldsmat. Í slíkum tilfellum er brýnt að láta löggiltan rafverktaka kanna ástand rafmagnstaflna og gera úrbætur áður en skaðinn er skeður. Í eldri töflum eru bræðivör sem skipta þarf um þegar þau springa en í nýrri töflum eru varrofar sem slá út við bilun eða of mikið álag,“ segir hann í framhaldinu.

Lausnir fyrir hvern og einn

„Í samvinnu við viðskiptavini okkar finnum við einstakar lausnir sem henta hverjum og einum, því við teljum að vandamálin séu til að leysa þau og leggjum við allt kapp á að uppfylla óskir viðskiptavina okkar fljótt og vel,“ segir Baldur. „Við bjóðum einnig húsfélögum upp á þjónustusamning varðandi eftirlit og umsjón sameigna í fjölbýlishúsum sem og stofnunum og fyrirtækjum,“ bætir hann við. „Við sinnum jafnframt verkefnum í Reykjavík og nágrenni,“ segir hann í framhaldinu.

Rótgróið fjölskyldufyrirtæki

Rafsól er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í eigu bræðranna Baldurs og Ómars alla tíð en þeir hafa báðir starfað í bransanum frá því þeir voru ungir strákar.

Rafsól ehf • Síðumúla 34 • 108 Reykjavík • sími: 553-5600 eða 696 5600

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“